Lærum af Íraksstríðinu 27. september 2008 08:00 Fjármálakreppan hefur leyst Íraksstríðið af hólmi sem efsta mál á dagskrá bandarísku forsetakosninganna, meðal annars vegna þess að Bandaríkjamenn telja að það hafi orðið kaflaskipti í Írak; fjölgun í herliði Bandaríkjahers hafi brotið andspyrnuna á bak aftur og ofbeldi minnkað. Hin undirliggjandi skilaboð eru skýr: Að sýna mátt sinn og megin tryggir sigur. En það var einmitt rembingur af þessu tagi sem leiddi til innrásarinnar í Írak á sínum tíma. Stríðið átti að sýna fram á vald í krafti hernaðarlegra yfirburða. Þess í stað leiddi stríðið takmarkanir sínar í ljós. Að auki gróf innrásin undan raunverulegum máttarstólpa Bandaríkjanna - hinni siðferðilegu ábyrgð. Vissulega er minnkandi ofbeldi fagnaðarefni og það má vel vera að fjölgun hermanna eigi sinn þátt í því. En hvergi annars staðar í heiminum þætti það góður dagur þegar aðeins 25 óbreyttir borgarar falla í valinn. Það liggur heldur ekki fyrir hvernig fjölgun hermanna hefur lægt ófriðarbálið. Aðrir þættir skipta líklega mun meira máli, til dæmis að Bandaríkjaher greiddi andspyrnumönnum úr röðum súnnía fyrir að slást í lið með sér gegn Al-Kaída. Það er áhættusöm stefna. Bandaríkin ættu að leggja sitt af mörkum til að hægt sé að mynda sterka ríkisstjórn samhentrar breiðfylkingaren ekki styrkja einstök herlið. Írösk stjórnvöld gera sér grein fyrir hættunni og er byrjuð að handtaka herforingja sem Bandaríkjamenn studdu. Horfur á stöðugleika eru ekki góðar. Og það er einmitt mergur málsins: fjölgun hermanna átti að skapa svigrúm fyrir pólitíska endurnýjun, sem þarf til að tryggja stöðugleika til lengri tíma. Sú endurnýjun hefur ekki átt sér stað. Á sama tíma kemur hernaðarlegur og efnahagslegur kostnaður ófaranna sífellt betur í ljós. Jafnvel þótt Bandaríkjunum hefði tekist að koma á stöðugleika í Írak, hefði það ekki tryggt sigur í „stríðinu gegn hryðjuverkum". Það hefur heldur ekki gengið vel í Afganistan, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og ástandið í Pakistan verður sífellt óstöðugra. Þá eru flestir sérfræðingar á einu máli um að Rússar hafi ráðist inn í Georgíu meðal annars vegna þess, að þeir þóttust vita að Bandaríkin væru bundin í báða skó á tveimur vígstöðvum og gæti þar af leiðandi lítið gert. Rússar reyndust hafa rétt fyrir sér. Íraksstríðið hefur alfarið verið fjármagnað með aukinni skuldsetningu. Það á sinn þátt í því að skuldir bandaríska þjóðarbúsins hafa aukist um tvo þriðju hluta á aðeins átta árum. Og enn syrtir í álinn: búist er við að fjárlagahallinn árið 2009 verði yfir 500 milljarða dollara. Þá er ótalinn kostnaðurinn við björgunaraðgerðir á fjármálamarkaði. Stríðið og rekstur þess hefur snarminnkað svigrúm Bandaríkjanna og næsta víst að það mun dýpka og lengja efnahagslægðina. Sú skoðun að fjölgun hermanna í Íraks hafi verið árangursrík er sérstaklega hættuleg í ljósi þess að stríðsreksturinn í Afganistan gengur illa. Evrópskir bandamenn Bandaríkjanna eru langþreyttir á stöðugum bardögum og mannfalli í fjöllunum. Fæstir leiðtogar í Evrópu eru jafn vel að sér í blekkingarbrögðum og Bush-stjórnin og eiga erfiðara með að leyna mannfallinu fyrir almenningi. Bandaríkin munu auðvitað halda áfram að þrýsta á bandamenn sína, en lýðræðið setur slíkum þrýstingi skorður. Mexíkó og Chile létu til dæmis ekki undan þrýstingi Bandaríkjamanna um að styðja innrásina í Írak á þingi Sameinuðu þjóðanna vegna almennrar andstöðu heima fyrir. Tíminn hefur leitt í ljós að almenningur í þessum löndum hafði á réttu að standa. En í Bandaríkjunum gerir trúin á að fjölgun í herliðinu hafi „virkað" í Írak það að verkum að æ fleiri vilja fjölga í herliðinu í Afganistan. Mistökin sem gerð voru í Írak höfðu hins vegar ekkert með styrk heraflans að gera heldur sjálfa baráttuaðferðina. Það er kominn tími til að Bandaríkin og Evrópa dragi af lærdóm af Íraksstríðinu - eða öllu heldur, læri upp á nýtt af mistökum nærri allra þeirra ríkja sem hertaka önnur lönd og reyna að taka framtíð þeirra í sínar hendur. Höfundur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Fjármálakreppan hefur leyst Íraksstríðið af hólmi sem efsta mál á dagskrá bandarísku forsetakosninganna, meðal annars vegna þess að Bandaríkjamenn telja að það hafi orðið kaflaskipti í Írak; fjölgun í herliði Bandaríkjahers hafi brotið andspyrnuna á bak aftur og ofbeldi minnkað. Hin undirliggjandi skilaboð eru skýr: Að sýna mátt sinn og megin tryggir sigur. En það var einmitt rembingur af þessu tagi sem leiddi til innrásarinnar í Írak á sínum tíma. Stríðið átti að sýna fram á vald í krafti hernaðarlegra yfirburða. Þess í stað leiddi stríðið takmarkanir sínar í ljós. Að auki gróf innrásin undan raunverulegum máttarstólpa Bandaríkjanna - hinni siðferðilegu ábyrgð. Vissulega er minnkandi ofbeldi fagnaðarefni og það má vel vera að fjölgun hermanna eigi sinn þátt í því. En hvergi annars staðar í heiminum þætti það góður dagur þegar aðeins 25 óbreyttir borgarar falla í valinn. Það liggur heldur ekki fyrir hvernig fjölgun hermanna hefur lægt ófriðarbálið. Aðrir þættir skipta líklega mun meira máli, til dæmis að Bandaríkjaher greiddi andspyrnumönnum úr röðum súnnía fyrir að slást í lið með sér gegn Al-Kaída. Það er áhættusöm stefna. Bandaríkin ættu að leggja sitt af mörkum til að hægt sé að mynda sterka ríkisstjórn samhentrar breiðfylkingaren ekki styrkja einstök herlið. Írösk stjórnvöld gera sér grein fyrir hættunni og er byrjuð að handtaka herforingja sem Bandaríkjamenn studdu. Horfur á stöðugleika eru ekki góðar. Og það er einmitt mergur málsins: fjölgun hermanna átti að skapa svigrúm fyrir pólitíska endurnýjun, sem þarf til að tryggja stöðugleika til lengri tíma. Sú endurnýjun hefur ekki átt sér stað. Á sama tíma kemur hernaðarlegur og efnahagslegur kostnaður ófaranna sífellt betur í ljós. Jafnvel þótt Bandaríkjunum hefði tekist að koma á stöðugleika í Írak, hefði það ekki tryggt sigur í „stríðinu gegn hryðjuverkum". Það hefur heldur ekki gengið vel í Afganistan, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og ástandið í Pakistan verður sífellt óstöðugra. Þá eru flestir sérfræðingar á einu máli um að Rússar hafi ráðist inn í Georgíu meðal annars vegna þess, að þeir þóttust vita að Bandaríkin væru bundin í báða skó á tveimur vígstöðvum og gæti þar af leiðandi lítið gert. Rússar reyndust hafa rétt fyrir sér. Íraksstríðið hefur alfarið verið fjármagnað með aukinni skuldsetningu. Það á sinn þátt í því að skuldir bandaríska þjóðarbúsins hafa aukist um tvo þriðju hluta á aðeins átta árum. Og enn syrtir í álinn: búist er við að fjárlagahallinn árið 2009 verði yfir 500 milljarða dollara. Þá er ótalinn kostnaðurinn við björgunaraðgerðir á fjármálamarkaði. Stríðið og rekstur þess hefur snarminnkað svigrúm Bandaríkjanna og næsta víst að það mun dýpka og lengja efnahagslægðina. Sú skoðun að fjölgun hermanna í Íraks hafi verið árangursrík er sérstaklega hættuleg í ljósi þess að stríðsreksturinn í Afganistan gengur illa. Evrópskir bandamenn Bandaríkjanna eru langþreyttir á stöðugum bardögum og mannfalli í fjöllunum. Fæstir leiðtogar í Evrópu eru jafn vel að sér í blekkingarbrögðum og Bush-stjórnin og eiga erfiðara með að leyna mannfallinu fyrir almenningi. Bandaríkin munu auðvitað halda áfram að þrýsta á bandamenn sína, en lýðræðið setur slíkum þrýstingi skorður. Mexíkó og Chile létu til dæmis ekki undan þrýstingi Bandaríkjamanna um að styðja innrásina í Írak á þingi Sameinuðu þjóðanna vegna almennrar andstöðu heima fyrir. Tíminn hefur leitt í ljós að almenningur í þessum löndum hafði á réttu að standa. En í Bandaríkjunum gerir trúin á að fjölgun í herliðinu hafi „virkað" í Írak það að verkum að æ fleiri vilja fjölga í herliðinu í Afganistan. Mistökin sem gerð voru í Írak höfðu hins vegar ekkert með styrk heraflans að gera heldur sjálfa baráttuaðferðina. Það er kominn tími til að Bandaríkin og Evrópa dragi af lærdóm af Íraksstríðinu - eða öllu heldur, læri upp á nýtt af mistökum nærri allra þeirra ríkja sem hertaka önnur lönd og reyna að taka framtíð þeirra í sínar hendur. Höfundur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar