Innlent

Mette Marit hleypur Glitnismaraþon

Mette Marit krónprinsessa
Mette Marit krónprinsessa

Um 7000 manns hafa skráð sig til þátttöku í Glitnismaraþoninu sem hlaupið verður í Osló á morgun. Fjöldi þátttakenda vaxið mikið frá því á síðasta ári, en þá hlupu um 4500 manns. Meðal hlaupara í ár er norska krónprinsessan, Mette Marit, og mun hennar hátign hlaupa 10 km.

"Það gríðarleg stemning í Ósló og borgin er merkt í bak og fyrir. Í ár gefst hlaupurum kostur á að hlaupa fleiri vegalengdir rétt eins og í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis," segir Már Másson, forstöðumaður samskiptasviðs Glitnis.

"Það hefur haft þau jákvæðu áhrif að fjöldi þátttakenda hefur vaxið mjög mikið á milli ára. Það geta allir tekið þátt. Elsti þátttakandinn er 81 árs og sá yngsti 1 árs. Rétt eins og í Reykjavík þá lítum við á Glitnismaraþonið í Ósló sem mikilvægt lýðheilsuverkefni og því alls ekki slæmt að fá liðsauka úr norsku konungsfjölskyldunni í það verkefni. Markmiðið er auðvitað að sem allra flestir taki þátt," segir Már.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×