RARIK gagnrýnir ASÍ 27. september 2008 16:07 RARIK gagnrýnir verðkönnun sem ASÍ gerði og fjallað var um í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. ASÍ bar saman verð á rafmagni hjá RARIK og Orkusölunni. "Því miður eru enn viðhöfð óvönduð vinnubrögð hjá verðlagseftirliti ASÍ í samanburði á gjaldskrám orkufyrirtækjanna milli ára," segir í tilkynningu frá RARIK vegna málsins en hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Tilkynning RARIK: Í Morgunblaðinu í dag er fréttaskýring undir fyrirsögninni misheppnuð markaðsvæðing? Þar er fjallað um hve lítil raunveruleg samkeppni hefur komist á hér á landi á raforkumarkaði og hve lítinn ávinning almennir raforkunotendur hafa af því að skipta um raforkusala. Vitnað er í samanburð frá verðlagseftirliti ASÍ á gjaldskrám orkufyrirtækjanna, bæði í samkeppnishlutanum og einkaleyfisstarfseminni. Því miður eru enn viðhöfð óvönduð vinnubrögð hjá verðlagseftirliti ASÍ í samanburði á gjaldskrám orkufyrirtækjanna milli ára. ASÍ hefur tekið saman kostnað fyrir heimili sem notar 4000 kWst og ber saman breytingar á milli ára. Varðandi RARIK og Orkusöluna er samanburðurinn rangur. Rétt er farið með kostnað skv. gjaldskrá í ágúst 2008. Hins vegar lítur út fyrir að þær tölur sem ASÍ notar í samanburði sínum og sagðar eru frá ágúst 2007 séu fengnar úr gjaldskrám sem tóku gildi meira en ári fyrr,en giltu fram til janúar 2007. Það lítur út fyrir að ASÍ noti gjaldskrá RARIK sem gilti fyrir flutning og dreifingu frá maí 2006 til og með janúar 2007. Þá virðist ASÍ nota tölur úr verðskrá Orkusölunnar frá mars 2006, en ekki frá ágúst 2007. Í samanburði ASÍ á raforkukostnaði heimila 2007 og 2008 kemur fram sú staðhæfing að á tímabilinu ágúst 2007 til ágúst 2008 hafi hækkun á raforkukostnaði heimilis með 4000 kWst notkun (flutningur, dreifing og sala) hjá RARIK og dótturfélagi þess Orkusölunni verið 15,8% í þéttbýli og 23% í dreifbýli. Hið rétta er að á þessu tímabili hefur raforkukostnaður þessa heimilis hækkað um 12,3% í þéttbýli og 12,4% í dreifbýli. Gjaldskrá RARIK vegna flutnings og dreifingar hefur hækkað frá ágúst 2007 til ágúst 2008 um 16,4% í þéttbýli og 15,7% í dreifbýli. Verðskrá Orkusölunnar fyrir söluhlutann hefur hækkað um 6% frá ágúst 2007 til ágúst 2008 en ekki 14,8% eins og fram kemur í greininni. Gjaldskrár RARIK frá maí 2006 til dagsins í dag má finna á heimasíðu RARIK www.rarik.is Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
RARIK gagnrýnir verðkönnun sem ASÍ gerði og fjallað var um í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. ASÍ bar saman verð á rafmagni hjá RARIK og Orkusölunni. "Því miður eru enn viðhöfð óvönduð vinnubrögð hjá verðlagseftirliti ASÍ í samanburði á gjaldskrám orkufyrirtækjanna milli ára," segir í tilkynningu frá RARIK vegna málsins en hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Tilkynning RARIK: Í Morgunblaðinu í dag er fréttaskýring undir fyrirsögninni misheppnuð markaðsvæðing? Þar er fjallað um hve lítil raunveruleg samkeppni hefur komist á hér á landi á raforkumarkaði og hve lítinn ávinning almennir raforkunotendur hafa af því að skipta um raforkusala. Vitnað er í samanburð frá verðlagseftirliti ASÍ á gjaldskrám orkufyrirtækjanna, bæði í samkeppnishlutanum og einkaleyfisstarfseminni. Því miður eru enn viðhöfð óvönduð vinnubrögð hjá verðlagseftirliti ASÍ í samanburði á gjaldskrám orkufyrirtækjanna milli ára. ASÍ hefur tekið saman kostnað fyrir heimili sem notar 4000 kWst og ber saman breytingar á milli ára. Varðandi RARIK og Orkusöluna er samanburðurinn rangur. Rétt er farið með kostnað skv. gjaldskrá í ágúst 2008. Hins vegar lítur út fyrir að þær tölur sem ASÍ notar í samanburði sínum og sagðar eru frá ágúst 2007 séu fengnar úr gjaldskrám sem tóku gildi meira en ári fyrr,en giltu fram til janúar 2007. Það lítur út fyrir að ASÍ noti gjaldskrá RARIK sem gilti fyrir flutning og dreifingu frá maí 2006 til og með janúar 2007. Þá virðist ASÍ nota tölur úr verðskrá Orkusölunnar frá mars 2006, en ekki frá ágúst 2007. Í samanburði ASÍ á raforkukostnaði heimila 2007 og 2008 kemur fram sú staðhæfing að á tímabilinu ágúst 2007 til ágúst 2008 hafi hækkun á raforkukostnaði heimilis með 4000 kWst notkun (flutningur, dreifing og sala) hjá RARIK og dótturfélagi þess Orkusölunni verið 15,8% í þéttbýli og 23% í dreifbýli. Hið rétta er að á þessu tímabili hefur raforkukostnaður þessa heimilis hækkað um 12,3% í þéttbýli og 12,4% í dreifbýli. Gjaldskrá RARIK vegna flutnings og dreifingar hefur hækkað frá ágúst 2007 til ágúst 2008 um 16,4% í þéttbýli og 15,7% í dreifbýli. Verðskrá Orkusölunnar fyrir söluhlutann hefur hækkað um 6% frá ágúst 2007 til ágúst 2008 en ekki 14,8% eins og fram kemur í greininni. Gjaldskrár RARIK frá maí 2006 til dagsins í dag má finna á heimasíðu RARIK www.rarik.is
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira