Innlent

Tvær flugeldasýningar í kvöld

Höfuðborgarbúum er boðið upp á tvær stórar flugeldasýningar í kvöld. Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með sýningu við Perluna klukkan 19:00 og Björgunarsveit Hafnarfjarðar verður við Hafnarfjarðarhöfn með sýningu í tilefni af 100 ára afmælis Hafnarfjarðarbæjar á árinu.

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu er fólk hvatt til að mæta og upplifa „ljósadýrð og læti" enda sé veðurútlit fyrir sýningar af þessu tagi gott.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×