Nýverið opnaði Kisan Concept store fyrstu verslun sína fyrir utan landsteinana. Verslunin er í New York, nánar tiltekið í hjarta Soho á 125 Green Street.
Samkvæmt fréttatilkynningu markar opnun Kisunnar nýtt upphaf sölu á kven- og barnafatnaði frá 66°NORÐUR á Manhattan og fleiri fyrirtækjum.

Kisan á Laugavegi var stofnuð árið 2005 af Þórunni Anspach og Olivier Brémond.
Með eigendum má einnig sjá Halldór G. Eyjólfsson forstjóra 66°NORÐUR og gesti.