Montoya: Hamilton gæti sín á Massa 29. október 2008 14:44 Juan Pablo Montoya ók með McLaren og telur að Massa vinni á heimavelli. en Hamilton verði meistari. mynd: Getty Images Fyrrum McLaren maðurinn Juan Pablo Montoya bendir Lewis Hamilton á það að gæta sín á því að fara í návígi við Felipe Massa í lokamótinu um helgina. Þeir lentu í samstuði á dögunum og Hamilton tapaði hressilega á því. Hamilton er sjö stigum á undan Massa og Montoya telur að hann eigi að halda sig víðsfjarri Massa í mótinu. "Ég held að Massa vinni mótið í Brasilíu, en Hamilton verði meistari. Ef ég væri í sporum Hamilton, þá myndi ég forðast að vera nálægt Massa í lengstu lög. Hleypa honum framúr ef hann væri fyrir aftan mig", sagði Montoya í samtali við Autossport. "Það er freistandi að reyna vinna hvert einasta mót, en það er óþarfi fyrir Hamilton í stöðunni. Hamilton þarf að vera skynsamur og ná í nógu mörg stil til að verða meistari. Sigur er ekki málið." "McLaren hefur fagnað meistaratitilum og ég verð hissa ef hannn hirðir ekki titilinn á sunnudaginn. Hamilton er frábær náungi og hefur gert góða hluti í Formúlu 1", sagði Monoyoa. Montoya ekur núna í Nascar mótaröðinni og fór í raun í fússi frá McLaren. Hann þótti alltaf skapstirður og hefur lent í ýmsum uppákomum í bandarísku mótaröðinni, en er mjög vinsæll meðal áhorfenda. Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Fyrrum McLaren maðurinn Juan Pablo Montoya bendir Lewis Hamilton á það að gæta sín á því að fara í návígi við Felipe Massa í lokamótinu um helgina. Þeir lentu í samstuði á dögunum og Hamilton tapaði hressilega á því. Hamilton er sjö stigum á undan Massa og Montoya telur að hann eigi að halda sig víðsfjarri Massa í mótinu. "Ég held að Massa vinni mótið í Brasilíu, en Hamilton verði meistari. Ef ég væri í sporum Hamilton, þá myndi ég forðast að vera nálægt Massa í lengstu lög. Hleypa honum framúr ef hann væri fyrir aftan mig", sagði Montoya í samtali við Autossport. "Það er freistandi að reyna vinna hvert einasta mót, en það er óþarfi fyrir Hamilton í stöðunni. Hamilton þarf að vera skynsamur og ná í nógu mörg stil til að verða meistari. Sigur er ekki málið." "McLaren hefur fagnað meistaratitilum og ég verð hissa ef hannn hirðir ekki titilinn á sunnudaginn. Hamilton er frábær náungi og hefur gert góða hluti í Formúlu 1", sagði Monoyoa. Montoya ekur núna í Nascar mótaröðinni og fór í raun í fússi frá McLaren. Hann þótti alltaf skapstirður og hefur lent í ýmsum uppákomum í bandarísku mótaröðinni, en er mjög vinsæll meðal áhorfenda.
Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira