Hróp úr eyðimörkinni 29. október 2008 06:00 Það hlýtur að vera skelfilegt að vakna við þá bláköldu staðreynd að hugmyndakerfi frjálshuga kapítalista sé hrunið eins og spilaborg! Sú lífshyggja að markaðurinn og samkeppnin leysi öll mál farsællega hefur beðið skipbrot. Það er líka býsna forvitnilegt að huga að því til hvaða ráða er gripið þegar spilaborgirnar eru að hrynja hver af annarri. Hver er þá boðskapur þeirra sem eru við stjórnvölinn hverju sinni? Hann er í stuttu máli eitthvað á þá leið að nú verði þjóðin að standa saman; einungis með samstöðu takist henni að vinna sig frá vandanum. Hefur þessi boðskapur heyrst áður þegar annaðhvort þjóðin sem heild eða einstök byggðarlög hafa átt í vanda? Hvað lá t.d. til grundvallar verslunarfélögunum sem stofnað var til upp úr miðri 19. öldinni, sem kaupfélögin leystu síðan af hólmi og hinum fjölmörgu félagslega reknu bæjarútgerðum þegar til þeirra var stofnað? Það var nákvæmlega þessi félagslega hugsun og samkennd að með sameinuðum kröftum mundi takast að stofna og starfrækja fyrirtæki sem veitt gætu atvinnu í byggðarlagi sem hafi átt undir högg að sækja. Félagslega rekin fyrirtæki voru stofnuð víða um landið og með þeim færðist nýtt líf í byggðarlagið. Þetta voru fyrirtæki sem reist voru af mikilli elju íbúanna, fyrirtæki sem íbúarnir unnu hjá af trúmennsku vegna þess að þeir áttu þau sjálfir, höfðu í mörgum tilfellum lagt fram spariféð sitt eða vinnu án endurgjalds til þess að koma þeim á fót. Í þessu sambandi má t.d. nefna Útgerðarfélag Akureyringa (ÚA) sem stofnað var um miðja 20. öld sem ásamt iðnaðarfyrirtækum Sambandsins sáluga og voru helsti atvinnurekandinn á Akureyri allt fram á 9. áratuginn. Þá var ÚA selt einkaaðilum sem hafa hægt og bítandi verið að draga úr starfsemi þess á Akureyri. Sama má vafalítið segja um mörg önnur félagslega rekin fyrirtæki. Þegar þau voru orðin þokkalega sjálfbær og álitlegar rekstrareiningar, kom einkagróðahyggjan til skjalanna og kvað upp þann úrskurð að félagslega formið væri úrelt og stæði í vegi eðlilegra framfara. Einkavæðingin væri kall tímans, kall sem öllum bæri að hlýða. Kall sem nú hefur breyst í hróp úr eyðimörkinni til almennings um samstöðu og félagslegar lausnir. Höfundur er vélfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það hlýtur að vera skelfilegt að vakna við þá bláköldu staðreynd að hugmyndakerfi frjálshuga kapítalista sé hrunið eins og spilaborg! Sú lífshyggja að markaðurinn og samkeppnin leysi öll mál farsællega hefur beðið skipbrot. Það er líka býsna forvitnilegt að huga að því til hvaða ráða er gripið þegar spilaborgirnar eru að hrynja hver af annarri. Hver er þá boðskapur þeirra sem eru við stjórnvölinn hverju sinni? Hann er í stuttu máli eitthvað á þá leið að nú verði þjóðin að standa saman; einungis með samstöðu takist henni að vinna sig frá vandanum. Hefur þessi boðskapur heyrst áður þegar annaðhvort þjóðin sem heild eða einstök byggðarlög hafa átt í vanda? Hvað lá t.d. til grundvallar verslunarfélögunum sem stofnað var til upp úr miðri 19. öldinni, sem kaupfélögin leystu síðan af hólmi og hinum fjölmörgu félagslega reknu bæjarútgerðum þegar til þeirra var stofnað? Það var nákvæmlega þessi félagslega hugsun og samkennd að með sameinuðum kröftum mundi takast að stofna og starfrækja fyrirtæki sem veitt gætu atvinnu í byggðarlagi sem hafi átt undir högg að sækja. Félagslega rekin fyrirtæki voru stofnuð víða um landið og með þeim færðist nýtt líf í byggðarlagið. Þetta voru fyrirtæki sem reist voru af mikilli elju íbúanna, fyrirtæki sem íbúarnir unnu hjá af trúmennsku vegna þess að þeir áttu þau sjálfir, höfðu í mörgum tilfellum lagt fram spariféð sitt eða vinnu án endurgjalds til þess að koma þeim á fót. Í þessu sambandi má t.d. nefna Útgerðarfélag Akureyringa (ÚA) sem stofnað var um miðja 20. öld sem ásamt iðnaðarfyrirtækum Sambandsins sáluga og voru helsti atvinnurekandinn á Akureyri allt fram á 9. áratuginn. Þá var ÚA selt einkaaðilum sem hafa hægt og bítandi verið að draga úr starfsemi þess á Akureyri. Sama má vafalítið segja um mörg önnur félagslega rekin fyrirtæki. Þegar þau voru orðin þokkalega sjálfbær og álitlegar rekstrareiningar, kom einkagróðahyggjan til skjalanna og kvað upp þann úrskurð að félagslega formið væri úrelt og stæði í vegi eðlilegra framfara. Einkavæðingin væri kall tímans, kall sem öllum bæri að hlýða. Kall sem nú hefur breyst í hróp úr eyðimörkinni til almennings um samstöðu og félagslegar lausnir. Höfundur er vélfræðingur.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar