Hróp úr eyðimörkinni 29. október 2008 06:00 Það hlýtur að vera skelfilegt að vakna við þá bláköldu staðreynd að hugmyndakerfi frjálshuga kapítalista sé hrunið eins og spilaborg! Sú lífshyggja að markaðurinn og samkeppnin leysi öll mál farsællega hefur beðið skipbrot. Það er líka býsna forvitnilegt að huga að því til hvaða ráða er gripið þegar spilaborgirnar eru að hrynja hver af annarri. Hver er þá boðskapur þeirra sem eru við stjórnvölinn hverju sinni? Hann er í stuttu máli eitthvað á þá leið að nú verði þjóðin að standa saman; einungis með samstöðu takist henni að vinna sig frá vandanum. Hefur þessi boðskapur heyrst áður þegar annaðhvort þjóðin sem heild eða einstök byggðarlög hafa átt í vanda? Hvað lá t.d. til grundvallar verslunarfélögunum sem stofnað var til upp úr miðri 19. öldinni, sem kaupfélögin leystu síðan af hólmi og hinum fjölmörgu félagslega reknu bæjarútgerðum þegar til þeirra var stofnað? Það var nákvæmlega þessi félagslega hugsun og samkennd að með sameinuðum kröftum mundi takast að stofna og starfrækja fyrirtæki sem veitt gætu atvinnu í byggðarlagi sem hafi átt undir högg að sækja. Félagslega rekin fyrirtæki voru stofnuð víða um landið og með þeim færðist nýtt líf í byggðarlagið. Þetta voru fyrirtæki sem reist voru af mikilli elju íbúanna, fyrirtæki sem íbúarnir unnu hjá af trúmennsku vegna þess að þeir áttu þau sjálfir, höfðu í mörgum tilfellum lagt fram spariféð sitt eða vinnu án endurgjalds til þess að koma þeim á fót. Í þessu sambandi má t.d. nefna Útgerðarfélag Akureyringa (ÚA) sem stofnað var um miðja 20. öld sem ásamt iðnaðarfyrirtækum Sambandsins sáluga og voru helsti atvinnurekandinn á Akureyri allt fram á 9. áratuginn. Þá var ÚA selt einkaaðilum sem hafa hægt og bítandi verið að draga úr starfsemi þess á Akureyri. Sama má vafalítið segja um mörg önnur félagslega rekin fyrirtæki. Þegar þau voru orðin þokkalega sjálfbær og álitlegar rekstrareiningar, kom einkagróðahyggjan til skjalanna og kvað upp þann úrskurð að félagslega formið væri úrelt og stæði í vegi eðlilegra framfara. Einkavæðingin væri kall tímans, kall sem öllum bæri að hlýða. Kall sem nú hefur breyst í hróp úr eyðimörkinni til almennings um samstöðu og félagslegar lausnir. Höfundur er vélfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það hlýtur að vera skelfilegt að vakna við þá bláköldu staðreynd að hugmyndakerfi frjálshuga kapítalista sé hrunið eins og spilaborg! Sú lífshyggja að markaðurinn og samkeppnin leysi öll mál farsællega hefur beðið skipbrot. Það er líka býsna forvitnilegt að huga að því til hvaða ráða er gripið þegar spilaborgirnar eru að hrynja hver af annarri. Hver er þá boðskapur þeirra sem eru við stjórnvölinn hverju sinni? Hann er í stuttu máli eitthvað á þá leið að nú verði þjóðin að standa saman; einungis með samstöðu takist henni að vinna sig frá vandanum. Hefur þessi boðskapur heyrst áður þegar annaðhvort þjóðin sem heild eða einstök byggðarlög hafa átt í vanda? Hvað lá t.d. til grundvallar verslunarfélögunum sem stofnað var til upp úr miðri 19. öldinni, sem kaupfélögin leystu síðan af hólmi og hinum fjölmörgu félagslega reknu bæjarútgerðum þegar til þeirra var stofnað? Það var nákvæmlega þessi félagslega hugsun og samkennd að með sameinuðum kröftum mundi takast að stofna og starfrækja fyrirtæki sem veitt gætu atvinnu í byggðarlagi sem hafi átt undir högg að sækja. Félagslega rekin fyrirtæki voru stofnuð víða um landið og með þeim færðist nýtt líf í byggðarlagið. Þetta voru fyrirtæki sem reist voru af mikilli elju íbúanna, fyrirtæki sem íbúarnir unnu hjá af trúmennsku vegna þess að þeir áttu þau sjálfir, höfðu í mörgum tilfellum lagt fram spariféð sitt eða vinnu án endurgjalds til þess að koma þeim á fót. Í þessu sambandi má t.d. nefna Útgerðarfélag Akureyringa (ÚA) sem stofnað var um miðja 20. öld sem ásamt iðnaðarfyrirtækum Sambandsins sáluga og voru helsti atvinnurekandinn á Akureyri allt fram á 9. áratuginn. Þá var ÚA selt einkaaðilum sem hafa hægt og bítandi verið að draga úr starfsemi þess á Akureyri. Sama má vafalítið segja um mörg önnur félagslega rekin fyrirtæki. Þegar þau voru orðin þokkalega sjálfbær og álitlegar rekstrareiningar, kom einkagróðahyggjan til skjalanna og kvað upp þann úrskurð að félagslega formið væri úrelt og stæði í vegi eðlilegra framfara. Einkavæðingin væri kall tímans, kall sem öllum bæri að hlýða. Kall sem nú hefur breyst í hróp úr eyðimörkinni til almennings um samstöðu og félagslegar lausnir. Höfundur er vélfræðingur.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar