Versti vinnustaður landsins? 28. mars 2008 05:00 Jón Kaldal skrifar leiðara 17. mars sl. í Fréttablaðið undir yfirskriftinni: Versti vinnustaður landsins. Ég vinn sem sagt á versta vinnustað landsins, það var og. Máli sínu til stuðnings telur Jón til fréttir af málefnum Landspítalans. Þær eru neikvæðar. Fréttir eru í eðli sínu neikvæðar. Jón tiltekur tvö dæmi um aðgerðir stjórnenda spítalans til að spara. Það er aldrei vinsælt og veldur ólgu. Síðan lætur Jón í það skína að þess vegna hafi Magnúsi Péturssyni verið sparkað, vegna ólgu í starfsmönnum vegna sparnaðar og stjórnsemi. Að lokum hvetur Jón nýja stjórnendur spítalans til dáða, dýrt sé kerfið og nú þurfi að nýta fjármunina enn betur. Ekki auðvelt að sparaGömlu stjórnendurnir reyndu að stjórna og spara. Fyrir vikið sköpuðu þeir sér óvinsældir bæði hjá hluta starfsmanna og yfirmanna. Þrátt fyrir það má almennt segja að engin sérstök óánægja hafi ríkt með gömlu stjórnendurna. Að fullyrða að sífelldar skærur hafi átt sér stað er orðum aukið. Nýir stjórnendur eiga að gera enn betur. Sjálfsagt geta þeir lent í sömu klemmu og forverar þeirra. Það er ekki auðvelt að spara. Ég tel að vandamálið sé flóknara en að einhverjir kommúnistar séu að spreða peningunum okkar innan báknsins. Íslendingurinn er að nota kerfið og það ekki lítið. Fólki finnst það eiga rétt á því. Fólk kemur stundum með vandamálin á ranga staði á röngum tíma. Slysadeildin hefur stundum þurft að kljást við vandamál sem eiga heima í heilsugæslunni. Fólk hefur ótakmarkaðan aðgang að sérfræðingum. Flestar nágrannaþjóðir okkar hafa tilvísunarkerfi í einhverri mynd. Síðustu sex mánuðirnir í lífi hvers einstaklings eru oft þeir kostnaðarmestu. Við getum stöðugt gert meira en er það til góðs? Að minnsta kosti er það mjög dýrt. Tilgangur heilbrigðiskerfisinsÉg tel mjög mikilvægt að við ræðum til hvers við ætlumst af heilbrigðiskerfinu af fullri alvöru. Eru öll þessi sjúkrahús nauðsynleg? Eiga konur að geta fætt í hverju húsi? Hversu langt eigum við að ganga við að halda lífi í okkur? Hver er ábyrgð einstaklingsins fyrir eigin heilsu? Hvað skortir til þess? Hvernig er forgangsröðunin? Er ekki þörf á tiltekt í hugum nýríkra Íslendinga? Er hugsanlegt að versti vinnustaður landsins endurspegli það þjóðfélag sem hann er staddur í? Mótast hann ekki af íslenskri þjóðarsál? Er sparnaður og ráðdeildarsemi aðalsmerki Íslendingsins? Landspítalinn er eins og húsmóðir sem á alltaf að vera til taks en á ekki að kosta neitt. Þess vegna er Landspítalinn svo fjarri því að eiga sér einhverja virðingu og mönnum leyfist að kalla hann versta vinnustað landsins. Saga Landspítalans er samhnýtt sögu íslenskra kvenna. Það voru þær sem börðust fyrir honum, söfnuðu peningum og nánast neyddu íslenska ráðamenn til að byggja hann. Síðan byggðu íslenskir karlmenn hann í atvinnubótavinnu þegar atvinnuleysi var mikið hjá karlmönnum í kreppunni. Stundum hefur maður á tilfinningunni að Landspítalinn og konur hafi sömu stöðu í þjóðfélaginu. Flatur sparnaður virkar ekkiÞað er kannski lausn spítalans að einkavæða hann allan. Þá sendir hann reikninga og ef þeir eru ekki greiddir fær kaupandinn ekki frekari þjónustu. Þá fara menn kannski að bera einhverja virðingu fyrir honum. Við þá breytingu myndu menn gera sér betur grein fyrir því að umræða um heilbrigðismál sem alltaf snýst um kostnað og eyðslu er niðurdrepandi og engum til gagns. Ef til vill munu menn þá kannast við að heilbrigðiskerfið framleiðir mikla og góða vöru. Að minnsta kosti myndu þeir kunna að meta vöruna ef þeir þyrftu að greiða hana fullu verði. Ég vinn á Landspítalanum og þar finnst mér gott að vinna. Tel mig alls ekki vinna á versta vinnustað landsins. Landspítalinn er að sjálfsögðu hvorki gallalaus né hafinn yfir gagnrýni. Ég tel að virkja verði þá þekkingu og færni sem er til staðar hjá almennum starfsmönnum. Við vitum nokkurn veginn hvernig á að spara, bara ef við erum spurð og fáum einhverja gulrót. Flatur sparnaður að ofan hefur aldrei virkað, hvorki hér né annars staðar. Ég tel það mjög mikilvægt að auka sjálfstjórn hinna minnstu eininga innan spítalans og láta þær kljást við sparnað í návígi. Með sameiginlegu átaki allra mun okkur Íslendingum takast að skapa hér besta heilbrigðiskerfi í heimi á viðráðanlegu verði. Neikvæð umræða mun einungis tefja för. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Kaldal skrifar leiðara 17. mars sl. í Fréttablaðið undir yfirskriftinni: Versti vinnustaður landsins. Ég vinn sem sagt á versta vinnustað landsins, það var og. Máli sínu til stuðnings telur Jón til fréttir af málefnum Landspítalans. Þær eru neikvæðar. Fréttir eru í eðli sínu neikvæðar. Jón tiltekur tvö dæmi um aðgerðir stjórnenda spítalans til að spara. Það er aldrei vinsælt og veldur ólgu. Síðan lætur Jón í það skína að þess vegna hafi Magnúsi Péturssyni verið sparkað, vegna ólgu í starfsmönnum vegna sparnaðar og stjórnsemi. Að lokum hvetur Jón nýja stjórnendur spítalans til dáða, dýrt sé kerfið og nú þurfi að nýta fjármunina enn betur. Ekki auðvelt að sparaGömlu stjórnendurnir reyndu að stjórna og spara. Fyrir vikið sköpuðu þeir sér óvinsældir bæði hjá hluta starfsmanna og yfirmanna. Þrátt fyrir það má almennt segja að engin sérstök óánægja hafi ríkt með gömlu stjórnendurna. Að fullyrða að sífelldar skærur hafi átt sér stað er orðum aukið. Nýir stjórnendur eiga að gera enn betur. Sjálfsagt geta þeir lent í sömu klemmu og forverar þeirra. Það er ekki auðvelt að spara. Ég tel að vandamálið sé flóknara en að einhverjir kommúnistar séu að spreða peningunum okkar innan báknsins. Íslendingurinn er að nota kerfið og það ekki lítið. Fólki finnst það eiga rétt á því. Fólk kemur stundum með vandamálin á ranga staði á röngum tíma. Slysadeildin hefur stundum þurft að kljást við vandamál sem eiga heima í heilsugæslunni. Fólk hefur ótakmarkaðan aðgang að sérfræðingum. Flestar nágrannaþjóðir okkar hafa tilvísunarkerfi í einhverri mynd. Síðustu sex mánuðirnir í lífi hvers einstaklings eru oft þeir kostnaðarmestu. Við getum stöðugt gert meira en er það til góðs? Að minnsta kosti er það mjög dýrt. Tilgangur heilbrigðiskerfisinsÉg tel mjög mikilvægt að við ræðum til hvers við ætlumst af heilbrigðiskerfinu af fullri alvöru. Eru öll þessi sjúkrahús nauðsynleg? Eiga konur að geta fætt í hverju húsi? Hversu langt eigum við að ganga við að halda lífi í okkur? Hver er ábyrgð einstaklingsins fyrir eigin heilsu? Hvað skortir til þess? Hvernig er forgangsröðunin? Er ekki þörf á tiltekt í hugum nýríkra Íslendinga? Er hugsanlegt að versti vinnustaður landsins endurspegli það þjóðfélag sem hann er staddur í? Mótast hann ekki af íslenskri þjóðarsál? Er sparnaður og ráðdeildarsemi aðalsmerki Íslendingsins? Landspítalinn er eins og húsmóðir sem á alltaf að vera til taks en á ekki að kosta neitt. Þess vegna er Landspítalinn svo fjarri því að eiga sér einhverja virðingu og mönnum leyfist að kalla hann versta vinnustað landsins. Saga Landspítalans er samhnýtt sögu íslenskra kvenna. Það voru þær sem börðust fyrir honum, söfnuðu peningum og nánast neyddu íslenska ráðamenn til að byggja hann. Síðan byggðu íslenskir karlmenn hann í atvinnubótavinnu þegar atvinnuleysi var mikið hjá karlmönnum í kreppunni. Stundum hefur maður á tilfinningunni að Landspítalinn og konur hafi sömu stöðu í þjóðfélaginu. Flatur sparnaður virkar ekkiÞað er kannski lausn spítalans að einkavæða hann allan. Þá sendir hann reikninga og ef þeir eru ekki greiddir fær kaupandinn ekki frekari þjónustu. Þá fara menn kannski að bera einhverja virðingu fyrir honum. Við þá breytingu myndu menn gera sér betur grein fyrir því að umræða um heilbrigðismál sem alltaf snýst um kostnað og eyðslu er niðurdrepandi og engum til gagns. Ef til vill munu menn þá kannast við að heilbrigðiskerfið framleiðir mikla og góða vöru. Að minnsta kosti myndu þeir kunna að meta vöruna ef þeir þyrftu að greiða hana fullu verði. Ég vinn á Landspítalanum og þar finnst mér gott að vinna. Tel mig alls ekki vinna á versta vinnustað landsins. Landspítalinn er að sjálfsögðu hvorki gallalaus né hafinn yfir gagnrýni. Ég tel að virkja verði þá þekkingu og færni sem er til staðar hjá almennum starfsmönnum. Við vitum nokkurn veginn hvernig á að spara, bara ef við erum spurð og fáum einhverja gulrót. Flatur sparnaður að ofan hefur aldrei virkað, hvorki hér né annars staðar. Ég tel það mjög mikilvægt að auka sjálfstjórn hinna minnstu eininga innan spítalans og láta þær kljást við sparnað í návígi. Með sameiginlegu átaki allra mun okkur Íslendingum takast að skapa hér besta heilbrigðiskerfi í heimi á viðráðanlegu verði. Neikvæð umræða mun einungis tefja för. Höfundur er læknir.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar