Áfram UMF stúdent? 28. mars 2008 03:30 Stúdentar á Íslandi eru stór og margleitur samfélagshópur. Í Háskóla Íslands einum saman eru yfir 10.000 nemendur sem þýðir að ef við, sem stundum þar nám, myndum taka okkur saman og flytja á einn stað væri þar komið eitt af stærri bæjarfélögum landsins. Í þessu bæjarfélagi væri að sjálfsögðu íþróttafélag eins og í öllum almennilegum bæjum, segjum að það heiti UMF stúdent og öll börn í bænum klæðast rauðum og gulum litum félagsins þegar þau eru úti í fótbolta og fallinni spýtu. Eins og tíðkast er mikil hverfisremba í gangi í bænum og íbúarnir afskaplega montnir af því að vera Háskóla-ingar og mæta á flesta íþróttaviðburði, þorrablót og taka þátt í að kjósa sér bæjarstjóra - því það er jú gott að búa í Háskólabæ! En Háskóli Íslands er ekki bæjarfélag. Og væri hann bæjarfélag væru sennilega fáir veifandi rauðum og gulum fánum UMF stúdents sé miðað við núverandi anda meðal stúdenta. Það ríkir því miður ekki mikil samkennd meðal okkar stúdenta. Við mætum í fyrirlestra og sitjum svo hvert í okkar horni með skilrúm á milli okkar, niðursokkin í bækur eða vafrandi á vefnum. Þess vegna þarf að minna á að við sem stundum nám við Háskóla Íslands erum stór hópur sem á margt sameiginlegt. Ég á bágt með að ímynda mér að margir stúdentar séu ánægðir með kjör sín, að þeir séu ánægðir með að þurfa að sætta sig við að fá útborguð laun tvisvar á ári - sem eru ekki einu sinni laun heldur lán. Eða að þeir stúdentar sem þurfa að mæta í tíma um helgar séu sáttir við það - svo fátt eitt sé nefnt. Flestir bera hins vegar harm sinn í hljóði og líta svo á að svona sé stúdentalífið á Íslandi, við því sé fátt hægt að gera. Það er hins vegar ekki rétt. Saman geta stúdentar myndað öflugt þrýstiafl með háværa rödd úti í samfélaginu sem krefst þess að hlutur þeirra sé réttur, innan veggja Háskólans sem og utan þeirra. Hlutverk Stúdentaráðs Háskóla Íslands er einmitt að virkja þessa rödd og vera hinn sýnilegi talsmaður stúdentahreyfingarinnar. Innan Stúdentaráðs og nefnda þess vinna tugir einstaklinga að því dagsdaglega að bæta hag nemenda á alla mögulega vegu, allt frá því að berjast fyrir hærri námslánum til þess að fá fleiri lampa í tilteknar byggingar. En Stúdentaráð er máttlaust hafi það ekki sterkt bakland og umboð stúdenta til að vinna í sína þágu. Töluverður hluti stúdenta veit vart af tilvist Stúdentaráðs eða telur það vera gagnslaust þar sem stúdentar vita ekki af því starfi sem þar fer fram. Þessu viljum við sem sitjum í Stúdentaráði breyta. Það skiptir ekki máli hvort fólk er í grunnnámi eða doktorsnámi, hvort það er mikið uppi í skóla eða ekki neitt - allir hafa tiltekin réttindi sem Stúdentaráð á að upplýsa þá um. Ef stúdent grunar að verið sé að brjóta á þeim réttindum eða hefur einhverjar spurningar er það svo hlutverk skrifstofu Stúdentaráðs að aðstoða hann og á sama hátt er það skylda stúdentsins að styðja við bakið á Stúdentaráði. Bitur sannleikurinn er því miður sá að þrátt fyrir að gott sé að búa í Háskólabæ er það einnig sá bær þar sem fátækt er langvarandi vandamál og íbúar eiga við alvarlegt vinnualkavandamál að stríða - og því verður ekki breytt nema allir séu virkir samfélagsþegnar og leggi hönd á plóg. Höfundur situr í Stúdentaráði fyrir Röskvu og er formaður alþjóðanefndar SHÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Stúdentar á Íslandi eru stór og margleitur samfélagshópur. Í Háskóla Íslands einum saman eru yfir 10.000 nemendur sem þýðir að ef við, sem stundum þar nám, myndum taka okkur saman og flytja á einn stað væri þar komið eitt af stærri bæjarfélögum landsins. Í þessu bæjarfélagi væri að sjálfsögðu íþróttafélag eins og í öllum almennilegum bæjum, segjum að það heiti UMF stúdent og öll börn í bænum klæðast rauðum og gulum litum félagsins þegar þau eru úti í fótbolta og fallinni spýtu. Eins og tíðkast er mikil hverfisremba í gangi í bænum og íbúarnir afskaplega montnir af því að vera Háskóla-ingar og mæta á flesta íþróttaviðburði, þorrablót og taka þátt í að kjósa sér bæjarstjóra - því það er jú gott að búa í Háskólabæ! En Háskóli Íslands er ekki bæjarfélag. Og væri hann bæjarfélag væru sennilega fáir veifandi rauðum og gulum fánum UMF stúdents sé miðað við núverandi anda meðal stúdenta. Það ríkir því miður ekki mikil samkennd meðal okkar stúdenta. Við mætum í fyrirlestra og sitjum svo hvert í okkar horni með skilrúm á milli okkar, niðursokkin í bækur eða vafrandi á vefnum. Þess vegna þarf að minna á að við sem stundum nám við Háskóla Íslands erum stór hópur sem á margt sameiginlegt. Ég á bágt með að ímynda mér að margir stúdentar séu ánægðir með kjör sín, að þeir séu ánægðir með að þurfa að sætta sig við að fá útborguð laun tvisvar á ári - sem eru ekki einu sinni laun heldur lán. Eða að þeir stúdentar sem þurfa að mæta í tíma um helgar séu sáttir við það - svo fátt eitt sé nefnt. Flestir bera hins vegar harm sinn í hljóði og líta svo á að svona sé stúdentalífið á Íslandi, við því sé fátt hægt að gera. Það er hins vegar ekki rétt. Saman geta stúdentar myndað öflugt þrýstiafl með háværa rödd úti í samfélaginu sem krefst þess að hlutur þeirra sé réttur, innan veggja Háskólans sem og utan þeirra. Hlutverk Stúdentaráðs Háskóla Íslands er einmitt að virkja þessa rödd og vera hinn sýnilegi talsmaður stúdentahreyfingarinnar. Innan Stúdentaráðs og nefnda þess vinna tugir einstaklinga að því dagsdaglega að bæta hag nemenda á alla mögulega vegu, allt frá því að berjast fyrir hærri námslánum til þess að fá fleiri lampa í tilteknar byggingar. En Stúdentaráð er máttlaust hafi það ekki sterkt bakland og umboð stúdenta til að vinna í sína þágu. Töluverður hluti stúdenta veit vart af tilvist Stúdentaráðs eða telur það vera gagnslaust þar sem stúdentar vita ekki af því starfi sem þar fer fram. Þessu viljum við sem sitjum í Stúdentaráði breyta. Það skiptir ekki máli hvort fólk er í grunnnámi eða doktorsnámi, hvort það er mikið uppi í skóla eða ekki neitt - allir hafa tiltekin réttindi sem Stúdentaráð á að upplýsa þá um. Ef stúdent grunar að verið sé að brjóta á þeim réttindum eða hefur einhverjar spurningar er það svo hlutverk skrifstofu Stúdentaráðs að aðstoða hann og á sama hátt er það skylda stúdentsins að styðja við bakið á Stúdentaráði. Bitur sannleikurinn er því miður sá að þrátt fyrir að gott sé að búa í Háskólabæ er það einnig sá bær þar sem fátækt er langvarandi vandamál og íbúar eiga við alvarlegt vinnualkavandamál að stríða - og því verður ekki breytt nema allir séu virkir samfélagsþegnar og leggi hönd á plóg. Höfundur situr í Stúdentaráði fyrir Röskvu og er formaður alþjóðanefndar SHÍ.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar