Þjóðrækni eða sjálfbærni? Sigurður Magnússon skrifar 13. mars 2008 03:00 Eigum við að velja íslenskar landbúnaðarafurðir vegna hollustu þeirra eða hollustu okkar við íslenska framleiðslu? Á nýafstöðnu búnaðarþingi fjallaði Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson um hversu mikilvægt það væri að við íslendingar byggjum við fæðuöryggi. Hann hvatti til þess að gerður yrði sáttmáli við bændur landsins sem tryggði fæðuöryggi þjóðarinnar þótt þróunin í veröldinni væri óhagstæð. Hvað felst í hugtakinu fæðuöryggi? Það er þýðing á enska hugtakinu „Food security" og vísar til þess að samfélag hafi aðgang að nægum matvælum. Í hugtakinu getur því falist að við sem þjóð séum sjálfum okkur næg er varðar matvælaframleiðslu. Það getur líka þýtt að við höfum aðgang að mörkuðum sem tryggja okkur nægt framboð matvæla. En er það svo tryggt að viðskipti við aðrar þjóðir veiti okkur þetta fæðuöryggi? Það kann að vera að afnám tolla og viðskiptasamningar geri okkur sem neytendum kleyft að nálgast ódýrari matvöru og fjölbreyttari. Staðan er þó sú að samkeppnin í heiminum um matvæli fer harðnandi. Stórar þjóðir eins og sú kínverska eru farnar að flytja inn matvæli, áburð og kjarnfóður í stórum stíl. Þetta hefur valdið hækkandi heimsmarkaðsverði. Hækkun á áburði, kjarnfóðri og aðföngum bitnar jafnt á erlendum bændum sem og íslenskum. Því er allt útlit fyrir áframhaldandi hækkun á matvælaverði í heiminum. Þar til viðbótar bætist sú þróun að farið er að brenna matvælum sem nota mætti til manneldis. Þar er átt við lífræna eldsneytið sem koma á í staðin fyrir hluta af jarðefnaeldsneyti. Ræktun á korni til eldsneytisframleiðslu þýðir einfaldlega að nota þarf land sem þegar er í ræktun eða brjóta þarf nýtt land undir framleiðsluna. Er þá helst horft til ruðnings skóglendis og þá sérstaklega í Suður Ameríku. Á tímum hlýnunar vegna losunar gróðurhúsa lofttegunda hlýtur það að vekja upp áhyggjur.Sérstaða íslensks landbúnaðarÍslenskur landbúnaður státar sig af hreinleika og sjálfbærni. Sjálfsagt má færa fyrir því rök að svo sé. Við höfum hreint vatn, hreint loft og notkun eiturefna er í minna mæli en hjá mörgum öðrum þjóðum. Það eru lífsgæði sem hafa ber í huga þegar matvælaframleiðsla hér á landi er borin saman við innflutt matvæli. Það leiðir hugann að hugtakinu matvælaöryggi sem er þýðing á enska hugtakinu „Food safety", en það felur í sér að matvæli séu örugg og heilnæm. Laus við eiturefni og óheilnæm aðskotaefni. Þar er komið inn á kröfuna um rekjanleika og innihaldslýsingu, að neytandinn sé upplýstur um hvernig vöru hann er að kaupa. Eitthvað af matvöru sem kemur erlendis frá skortir merkingar um innihald, hvort hún eða hluti hennar er erfðabreytt afurð eða upplýsingar um rekjanleika. Íslenskar landbúnaðarvörur eru ekki undanskildar þessari kröfu. Stór hluti af því kjarnfóðri sem fluttur er til landsins er erfðabreyttur án þess að þess sé nokkurs staðar getið í innihaldslýsingu fóðurs og því síður á búfjárafurðum sem framleiddar eru með slíku fóðri. Við verðum í ljósi matvælaöryggis og neytendaverndar að eiga innistæðu fyrir yfirlýsingum um hreinleika íslenskrar matvælaframleiðslu.Vandi matvælaframleiðsluFrjósemi um 40% ræktunarlands í heiminum hefur rýrnað verulega á hálfri öld. Þrátt fyrir að kornuppskera hafi aukist allt frá 7. áratug síðustu aldar hefur uppskera á hvern hektara ekki aukist þrátt fyrir aukna áburðargjöf. Ástæður geta verið margar en sú helsta er að lífræn efni í jarðvegi hafa minnkað vegna notkunar á tilbúnum áburði, einhæfrar ræktunar og vegna þess að lífræn efni skila sér ekki til baka eftir uppskeru ( eru oft brennd eða fjarlægð af landinu). Þetta dregur úr bindingu vatns í jarðvegi og gerir hann, í ljósi hlýnunar, viðkvæmari fyrir þurrkum. Breyttar neysluvenjur stórs hluta jarðarbúa hafa kallað á aukna kjötframleiðslu sem á móti kallar á meira landrými og veldur aukinni losun koltvísýrings. Þegar ríkari þjóðir vesturlanda eru tilbúnar að greiða hærra verð fyrir kornuppskeru til eldsneytisframleiðslu hefur það áhrif á matvælaframleiðslu og fæðuöryggi þróunarlandanna, matvara hækkar vegna aukinnar eftirspurnar og minnkandi framboðs, því bændur sjá í einhverjum tilvikum meiri hag því að rækta korn til eldsneytisframleiðslu en til manneldis. Afskipti stórra auðhringa af matvælaframleiðslu í heiminum er einnig áhyggjuefni. Fyrirtæki eins og Monsanto hafa beitt ótrúlegum brögðum við að vinna markað fyrir erfðabreyttar afurðir. Markmið þessara fyrirtækja er að einoka markaði og knýja bændur bæði í Norður Ameríku og í þróunarlöndunum til að taka upp erfðabreytta framleiðslu. Þar sem stórfyrirtækin hafa einkaleyfi á erfðabreyttu fræjunum er ekki um það að ræða að bændur geti tekið upp erfðabreyttan landbúnað nema sem leiguliðar stórfyrirtækjanna. Þau hafa jafnvel gengið svo langt að kæra bændur á grundvelli einkaleyfis fyrir notkun á fræjum í þeim tilfellum sem erfðabreytt fræ hafa borist yfir á og mengað uppskeru og útsæði jarða sem liggja að erfðabreyttu framleiðslulandi. Þá er ósvarað mörgum spurningum um áhrif erfðabreyttra matvæla á umhverfið og heilsu fólks. Erfðabreytt framleiðsla fer alls ekki saman við hugmyndir um sjálfbæran landbúnað.Er lífræn ræktun svarið? Sú þróun sem átt hefur sér stað í landbúnaði hér á landi sem og annars staðar í heiminum að stækka bú og fækka þeim hefur gerð það að verkum að búin verða stöðugt háðari aðföngum s.s. kjarnfóðri og áburði. Þetta á sérstaklega við um svína- og alifuglaframleiðslu og einnig í mjólkurframleiðslu. Þessar greinar eru því viðkvæmari fyrir hækkunum á þessum aðföngum. Þessi samþjöppun sem oft er kölluð hagræðing hefur þýtt að þörfin fyrir sýklalyf hefur aukist td í alifuglarækt. Í einhverjum tilfellum getum við talað um hreinan og kláran verksmiðjubúskap. Þetta gengur gegn hugmyndum um sjálfbæra þróun í landbúnaði. Samkvæmt skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna FAO hefur uppskera í þróunarlöndunum aukist um 40% á góðu landi, 92% á miðlungs góðu landi og 180% á lélegu landi, við það að skipta yfir í lífræna ræktun. Skýrslan greinir einnig frá kostum lífrænnar ræktunar þar sem hún stuðlar að fjölbreyttara lífríki, bætir jarðvegsskilyrði og frjósemi jarðvegs ásamt minni notkunar á aðföngum erlendis frá (heimildir, Landsbygdens folk). Í ljósi hækkunar heimsmarkaðsverðs á tilbúnum áburði hljóta að liggja tækifæri í lífrænum landbúnaði, sem ekki er eins háður aðföngum og hækkunar á þeim. Það ásamt því að lífræn ræktun fer betur með jarðveg hlýtur að leiða hugann að því hvort ekki sé tími til kominn að stjórnvöld komi betur til móts við og styrki þá bændur sem eru í lífrænum búskap eða hafa hug á því að skipta yfir úr hefðbundnum búskap. Sá tími sem fer í aðlögun og bið eftir því að ræktunarlandið hljóti vottun fælir einhverja frá því að hefja lífræna ræktun ef ekki kemur til stuðningur hins opinbera, því bændur verða fyrir tekjutapi þennan tíma. Norsk stjórnvöld hafa aukið til muna stuðning sinn við lífrænan landbúnað og þess má geta að Danmörk hefur verið valið land ársins í á BioFach 2009 vörusýningunni, ekki síst vegna lífrænnar þróunar þar í landi. Íslenskur landbúnaður hefur alla burði til að framleiða lífræna og vottaða vöru, því ólíkt löndunum í kring um okkur eru ytri aðstæður, svo sem hreint vatn og jarðvegur, hagstæðari þeim sem vilja skipta yfir í lífrænan búskap. Ef ekki væri fyrir þrautseigju og dugnað framleiðendanna sem hér stunda lífræna framleiðslu, starf landsráðunautar í lífrænni ræktun, og þróunarstarf vottunarstofunnar Túns sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar væri staða lífræns landbúnaðar jafnvel en verr sett. Neytendur eru líka að vakna til vitundar um holla vöru vottaða og upprunamerkta. Það ætti því að vera hagur bænda og neytenda að þessi grein landbúnaðarins fái að dafna og njóti sama stuðnings og hefðbundinn búskapur.Höfundur er ritari Matvís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Sjá meira
Eigum við að velja íslenskar landbúnaðarafurðir vegna hollustu þeirra eða hollustu okkar við íslenska framleiðslu? Á nýafstöðnu búnaðarþingi fjallaði Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson um hversu mikilvægt það væri að við íslendingar byggjum við fæðuöryggi. Hann hvatti til þess að gerður yrði sáttmáli við bændur landsins sem tryggði fæðuöryggi þjóðarinnar þótt þróunin í veröldinni væri óhagstæð. Hvað felst í hugtakinu fæðuöryggi? Það er þýðing á enska hugtakinu „Food security" og vísar til þess að samfélag hafi aðgang að nægum matvælum. Í hugtakinu getur því falist að við sem þjóð séum sjálfum okkur næg er varðar matvælaframleiðslu. Það getur líka þýtt að við höfum aðgang að mörkuðum sem tryggja okkur nægt framboð matvæla. En er það svo tryggt að viðskipti við aðrar þjóðir veiti okkur þetta fæðuöryggi? Það kann að vera að afnám tolla og viðskiptasamningar geri okkur sem neytendum kleyft að nálgast ódýrari matvöru og fjölbreyttari. Staðan er þó sú að samkeppnin í heiminum um matvæli fer harðnandi. Stórar þjóðir eins og sú kínverska eru farnar að flytja inn matvæli, áburð og kjarnfóður í stórum stíl. Þetta hefur valdið hækkandi heimsmarkaðsverði. Hækkun á áburði, kjarnfóðri og aðföngum bitnar jafnt á erlendum bændum sem og íslenskum. Því er allt útlit fyrir áframhaldandi hækkun á matvælaverði í heiminum. Þar til viðbótar bætist sú þróun að farið er að brenna matvælum sem nota mætti til manneldis. Þar er átt við lífræna eldsneytið sem koma á í staðin fyrir hluta af jarðefnaeldsneyti. Ræktun á korni til eldsneytisframleiðslu þýðir einfaldlega að nota þarf land sem þegar er í ræktun eða brjóta þarf nýtt land undir framleiðsluna. Er þá helst horft til ruðnings skóglendis og þá sérstaklega í Suður Ameríku. Á tímum hlýnunar vegna losunar gróðurhúsa lofttegunda hlýtur það að vekja upp áhyggjur.Sérstaða íslensks landbúnaðarÍslenskur landbúnaður státar sig af hreinleika og sjálfbærni. Sjálfsagt má færa fyrir því rök að svo sé. Við höfum hreint vatn, hreint loft og notkun eiturefna er í minna mæli en hjá mörgum öðrum þjóðum. Það eru lífsgæði sem hafa ber í huga þegar matvælaframleiðsla hér á landi er borin saman við innflutt matvæli. Það leiðir hugann að hugtakinu matvælaöryggi sem er þýðing á enska hugtakinu „Food safety", en það felur í sér að matvæli séu örugg og heilnæm. Laus við eiturefni og óheilnæm aðskotaefni. Þar er komið inn á kröfuna um rekjanleika og innihaldslýsingu, að neytandinn sé upplýstur um hvernig vöru hann er að kaupa. Eitthvað af matvöru sem kemur erlendis frá skortir merkingar um innihald, hvort hún eða hluti hennar er erfðabreytt afurð eða upplýsingar um rekjanleika. Íslenskar landbúnaðarvörur eru ekki undanskildar þessari kröfu. Stór hluti af því kjarnfóðri sem fluttur er til landsins er erfðabreyttur án þess að þess sé nokkurs staðar getið í innihaldslýsingu fóðurs og því síður á búfjárafurðum sem framleiddar eru með slíku fóðri. Við verðum í ljósi matvælaöryggis og neytendaverndar að eiga innistæðu fyrir yfirlýsingum um hreinleika íslenskrar matvælaframleiðslu.Vandi matvælaframleiðsluFrjósemi um 40% ræktunarlands í heiminum hefur rýrnað verulega á hálfri öld. Þrátt fyrir að kornuppskera hafi aukist allt frá 7. áratug síðustu aldar hefur uppskera á hvern hektara ekki aukist þrátt fyrir aukna áburðargjöf. Ástæður geta verið margar en sú helsta er að lífræn efni í jarðvegi hafa minnkað vegna notkunar á tilbúnum áburði, einhæfrar ræktunar og vegna þess að lífræn efni skila sér ekki til baka eftir uppskeru ( eru oft brennd eða fjarlægð af landinu). Þetta dregur úr bindingu vatns í jarðvegi og gerir hann, í ljósi hlýnunar, viðkvæmari fyrir þurrkum. Breyttar neysluvenjur stórs hluta jarðarbúa hafa kallað á aukna kjötframleiðslu sem á móti kallar á meira landrými og veldur aukinni losun koltvísýrings. Þegar ríkari þjóðir vesturlanda eru tilbúnar að greiða hærra verð fyrir kornuppskeru til eldsneytisframleiðslu hefur það áhrif á matvælaframleiðslu og fæðuöryggi þróunarlandanna, matvara hækkar vegna aukinnar eftirspurnar og minnkandi framboðs, því bændur sjá í einhverjum tilvikum meiri hag því að rækta korn til eldsneytisframleiðslu en til manneldis. Afskipti stórra auðhringa af matvælaframleiðslu í heiminum er einnig áhyggjuefni. Fyrirtæki eins og Monsanto hafa beitt ótrúlegum brögðum við að vinna markað fyrir erfðabreyttar afurðir. Markmið þessara fyrirtækja er að einoka markaði og knýja bændur bæði í Norður Ameríku og í þróunarlöndunum til að taka upp erfðabreytta framleiðslu. Þar sem stórfyrirtækin hafa einkaleyfi á erfðabreyttu fræjunum er ekki um það að ræða að bændur geti tekið upp erfðabreyttan landbúnað nema sem leiguliðar stórfyrirtækjanna. Þau hafa jafnvel gengið svo langt að kæra bændur á grundvelli einkaleyfis fyrir notkun á fræjum í þeim tilfellum sem erfðabreytt fræ hafa borist yfir á og mengað uppskeru og útsæði jarða sem liggja að erfðabreyttu framleiðslulandi. Þá er ósvarað mörgum spurningum um áhrif erfðabreyttra matvæla á umhverfið og heilsu fólks. Erfðabreytt framleiðsla fer alls ekki saman við hugmyndir um sjálfbæran landbúnað.Er lífræn ræktun svarið? Sú þróun sem átt hefur sér stað í landbúnaði hér á landi sem og annars staðar í heiminum að stækka bú og fækka þeim hefur gerð það að verkum að búin verða stöðugt háðari aðföngum s.s. kjarnfóðri og áburði. Þetta á sérstaklega við um svína- og alifuglaframleiðslu og einnig í mjólkurframleiðslu. Þessar greinar eru því viðkvæmari fyrir hækkunum á þessum aðföngum. Þessi samþjöppun sem oft er kölluð hagræðing hefur þýtt að þörfin fyrir sýklalyf hefur aukist td í alifuglarækt. Í einhverjum tilfellum getum við talað um hreinan og kláran verksmiðjubúskap. Þetta gengur gegn hugmyndum um sjálfbæra þróun í landbúnaði. Samkvæmt skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna FAO hefur uppskera í þróunarlöndunum aukist um 40% á góðu landi, 92% á miðlungs góðu landi og 180% á lélegu landi, við það að skipta yfir í lífræna ræktun. Skýrslan greinir einnig frá kostum lífrænnar ræktunar þar sem hún stuðlar að fjölbreyttara lífríki, bætir jarðvegsskilyrði og frjósemi jarðvegs ásamt minni notkunar á aðföngum erlendis frá (heimildir, Landsbygdens folk). Í ljósi hækkunar heimsmarkaðsverðs á tilbúnum áburði hljóta að liggja tækifæri í lífrænum landbúnaði, sem ekki er eins háður aðföngum og hækkunar á þeim. Það ásamt því að lífræn ræktun fer betur með jarðveg hlýtur að leiða hugann að því hvort ekki sé tími til kominn að stjórnvöld komi betur til móts við og styrki þá bændur sem eru í lífrænum búskap eða hafa hug á því að skipta yfir úr hefðbundnum búskap. Sá tími sem fer í aðlögun og bið eftir því að ræktunarlandið hljóti vottun fælir einhverja frá því að hefja lífræna ræktun ef ekki kemur til stuðningur hins opinbera, því bændur verða fyrir tekjutapi þennan tíma. Norsk stjórnvöld hafa aukið til muna stuðning sinn við lífrænan landbúnað og þess má geta að Danmörk hefur verið valið land ársins í á BioFach 2009 vörusýningunni, ekki síst vegna lífrænnar þróunar þar í landi. Íslenskur landbúnaður hefur alla burði til að framleiða lífræna og vottaða vöru, því ólíkt löndunum í kring um okkur eru ytri aðstæður, svo sem hreint vatn og jarðvegur, hagstæðari þeim sem vilja skipta yfir í lífrænan búskap. Ef ekki væri fyrir þrautseigju og dugnað framleiðendanna sem hér stunda lífræna framleiðslu, starf landsráðunautar í lífrænni ræktun, og þróunarstarf vottunarstofunnar Túns sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar væri staða lífræns landbúnaðar jafnvel en verr sett. Neytendur eru líka að vakna til vitundar um holla vöru vottaða og upprunamerkta. Það ætti því að vera hagur bænda og neytenda að þessi grein landbúnaðarins fái að dafna og njóti sama stuðnings og hefðbundinn búskapur.Höfundur er ritari Matvís.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar