Vinnuskóli án aðgreiningar Bergþóra Snæbjörnsdóttir skrifar 11. september 2008 07:00 Þrátt fyrir að Vinnuskólinn í Reykjavík sé ekki skóli í venjulegum skilning hefur hann tekið upp þá stefnu að vera skóli án aðgreiningar. Það felur í sér að vera skóli sem getur sinnt öllum nemendum sínum og veitt þeim þá aðhlynningu og aðstoð sem þeir þarfnast, sama hvernig á stendur um atgervi þeirri, aðstæður eða uppruna. Þannig felur skóli án aðgreiningar í sér að litið sé á nemendur sem einn fjölbreyttan hóp í stað þess að það sé einn hópur nemenda og svo „sérhópar" nemenda sem hafa „sértækar" þarfir. Nemendur Vinnuskólans eru afskaplega fjölbreyttur hópur einstaklinga. Fólk hefur mismunandi hæfileika - sumir hlaupa hratt en aðrir eru afskaplega góðir í að fá fólk til að hlæja eða geta teiknað fallega mynd. Í gegnum tíðina hefur sú tilhneiging að sjá ekki einstaklinginn fyrir fötluninni verið mjög rík í fólki - en hvað segir fötlun um einstakling? Þýðir það að maður sé með þroskahömlun að manni finnist Latibær æðislegur? Að maður vilji fá liti og litabók þegar maður fer á veitingastað? Að maður geti ekki svarað fyrir sig sjálfur? Þýðir það að vera í hjólastól að maður geri aldrei neitt af sér? Hafi aldrei svindlað á prófi? Að maður sé barngóður? Nú, eða andlega skertur sjálfur? Eru þetta ekki fordómar - nokkuð sem fæstir vilja kannast við í dag? Svolítið svipað og að halda að allar ljóshærðar stelpur séu heimskar og að allir svertingjar hlusti bara á rapptónlist? Fötlun er afstætt hugtak sem segir okkur fátt um einstaklinginn. Nemendur sem eru með fötlun eiga ekkert endilega meira sameiginlegt hver með öðrum en með nemendum án fatlana. Við þurfum að taka höndum saman og vinna í viðhorfsbreytingu í garð fatlaðra á öllum stigum. Slík viðhorfsbreyting verður að eiga sér stað í grasrótinni á meðal barna og ungs fólks. Því var sú góða ákvörðun tekin innan Vinnuskólans í Reykjavík að allir nemendur fengju aðgang að Vinnuskólanum - óháð líkamlegu eða andlegu atgervi - og að allir nemendur færu í sína hverfishópa. Þannig vinna allir saman í sínum hverfum - sama hvort þeir eru íþróttagarpar, rauðhærðir, með þroskahömlun, hávaxnir, lágvaxnir, einhverfir, latir, námsfúsir, fýlugjarnir, freknóttir, ofvirkir, einbeittir, sjálfsöruggir eða feimnir. Þessi stefna Vinnuskólans að allir vinni saman er nauðsynlegur þáttur í að vinna gegn einangrun nemenda og til þess að veita öllum jöfn tækifæri. Það eiga allir að fá tækifæri til þess að skíta sig út í vinnunni, kvarta undan því að þurfa að rífa arfa, sjá afrakstur vel unnins starfs og taka þátt í þeirri fræðslu og félagsstarfi sem Vinnuskólinn býður upp á. Vissulega hafa nemendur okkar mismunandi þarfir og við reynum að mæta þeim eftir fremstu getu með því að veita leiðbeinendum fræðslu og undirbúning, auk þess sem við leggjum ríka áherslu á að samskipti við foreldra séu stöðug og góð. Þetta á að sjálfsögðu við um alla nemendur Vinnuskólans. Það að líta á fötlun sem einhverskonar harmleik þar sem fólk er haldið einhverjum „galla" er orðið úrhelt viðhorf. Þess í stað þarf að reyna að veita því skilning að í mörgum tilfellum er það samfélagið sem skapar marga af þeim erfiðleikum sem fólk með fötlun þarf að takast á við - að samfélagið fatlar einstaklinginn. Segjum sem svo að ég sé í hjólastól og ætli mér að fara á tónleika sem eru haldnir á þriðju hæð í tónleikahúsi. Þegar ég kem er lyfta sem ég nota og ég horfi svo á tónleikana með vinum mínum. Ef hinsvegar er ekki lyfta fer að verða erfiðara fyrir mig að fara á tónleikana og allt í einu er ég orðin töluvert fatlaðri en þegar lyftan var til staðar. Samfélagið sem við lifum í miðast að tiltekinni staðalmynd af fólki sem er fyrirfram ákveðin og það er þessi staðalmynd sem veldur oft börnum og unglingum með fötlun erfiðleikum þar sem mismunun og fordómar eru stór þáttur. Því er nauðsynlegt að í stað þess að leggja áherslu á hvað unglingur getur ekki sé takmarkið að rækta sjálfsvirðingu hans. Þrátt fyrir að við hjá Vinnuskólanum séum enn að stíga okkar fyrstu spor í átt að skóla án aðgreiningar og höfum eflaust dottið nokkrum sinnum á leiðinni stöndum við alltaf jafnóðum upp og lítum björtum augum til framtíðar þar sem takmarkið er samfélag þar sem allir fá tækifæri. - Höfundur er fræðsluleiðbeinandi hjá Vinnuskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að Vinnuskólinn í Reykjavík sé ekki skóli í venjulegum skilning hefur hann tekið upp þá stefnu að vera skóli án aðgreiningar. Það felur í sér að vera skóli sem getur sinnt öllum nemendum sínum og veitt þeim þá aðhlynningu og aðstoð sem þeir þarfnast, sama hvernig á stendur um atgervi þeirri, aðstæður eða uppruna. Þannig felur skóli án aðgreiningar í sér að litið sé á nemendur sem einn fjölbreyttan hóp í stað þess að það sé einn hópur nemenda og svo „sérhópar" nemenda sem hafa „sértækar" þarfir. Nemendur Vinnuskólans eru afskaplega fjölbreyttur hópur einstaklinga. Fólk hefur mismunandi hæfileika - sumir hlaupa hratt en aðrir eru afskaplega góðir í að fá fólk til að hlæja eða geta teiknað fallega mynd. Í gegnum tíðina hefur sú tilhneiging að sjá ekki einstaklinginn fyrir fötluninni verið mjög rík í fólki - en hvað segir fötlun um einstakling? Þýðir það að maður sé með þroskahömlun að manni finnist Latibær æðislegur? Að maður vilji fá liti og litabók þegar maður fer á veitingastað? Að maður geti ekki svarað fyrir sig sjálfur? Þýðir það að vera í hjólastól að maður geri aldrei neitt af sér? Hafi aldrei svindlað á prófi? Að maður sé barngóður? Nú, eða andlega skertur sjálfur? Eru þetta ekki fordómar - nokkuð sem fæstir vilja kannast við í dag? Svolítið svipað og að halda að allar ljóshærðar stelpur séu heimskar og að allir svertingjar hlusti bara á rapptónlist? Fötlun er afstætt hugtak sem segir okkur fátt um einstaklinginn. Nemendur sem eru með fötlun eiga ekkert endilega meira sameiginlegt hver með öðrum en með nemendum án fatlana. Við þurfum að taka höndum saman og vinna í viðhorfsbreytingu í garð fatlaðra á öllum stigum. Slík viðhorfsbreyting verður að eiga sér stað í grasrótinni á meðal barna og ungs fólks. Því var sú góða ákvörðun tekin innan Vinnuskólans í Reykjavík að allir nemendur fengju aðgang að Vinnuskólanum - óháð líkamlegu eða andlegu atgervi - og að allir nemendur færu í sína hverfishópa. Þannig vinna allir saman í sínum hverfum - sama hvort þeir eru íþróttagarpar, rauðhærðir, með þroskahömlun, hávaxnir, lágvaxnir, einhverfir, latir, námsfúsir, fýlugjarnir, freknóttir, ofvirkir, einbeittir, sjálfsöruggir eða feimnir. Þessi stefna Vinnuskólans að allir vinni saman er nauðsynlegur þáttur í að vinna gegn einangrun nemenda og til þess að veita öllum jöfn tækifæri. Það eiga allir að fá tækifæri til þess að skíta sig út í vinnunni, kvarta undan því að þurfa að rífa arfa, sjá afrakstur vel unnins starfs og taka þátt í þeirri fræðslu og félagsstarfi sem Vinnuskólinn býður upp á. Vissulega hafa nemendur okkar mismunandi þarfir og við reynum að mæta þeim eftir fremstu getu með því að veita leiðbeinendum fræðslu og undirbúning, auk þess sem við leggjum ríka áherslu á að samskipti við foreldra séu stöðug og góð. Þetta á að sjálfsögðu við um alla nemendur Vinnuskólans. Það að líta á fötlun sem einhverskonar harmleik þar sem fólk er haldið einhverjum „galla" er orðið úrhelt viðhorf. Þess í stað þarf að reyna að veita því skilning að í mörgum tilfellum er það samfélagið sem skapar marga af þeim erfiðleikum sem fólk með fötlun þarf að takast á við - að samfélagið fatlar einstaklinginn. Segjum sem svo að ég sé í hjólastól og ætli mér að fara á tónleika sem eru haldnir á þriðju hæð í tónleikahúsi. Þegar ég kem er lyfta sem ég nota og ég horfi svo á tónleikana með vinum mínum. Ef hinsvegar er ekki lyfta fer að verða erfiðara fyrir mig að fara á tónleikana og allt í einu er ég orðin töluvert fatlaðri en þegar lyftan var til staðar. Samfélagið sem við lifum í miðast að tiltekinni staðalmynd af fólki sem er fyrirfram ákveðin og það er þessi staðalmynd sem veldur oft börnum og unglingum með fötlun erfiðleikum þar sem mismunun og fordómar eru stór þáttur. Því er nauðsynlegt að í stað þess að leggja áherslu á hvað unglingur getur ekki sé takmarkið að rækta sjálfsvirðingu hans. Þrátt fyrir að við hjá Vinnuskólanum séum enn að stíga okkar fyrstu spor í átt að skóla án aðgreiningar og höfum eflaust dottið nokkrum sinnum á leiðinni stöndum við alltaf jafnóðum upp og lítum björtum augum til framtíðar þar sem takmarkið er samfélag þar sem allir fá tækifæri. - Höfundur er fræðsluleiðbeinandi hjá Vinnuskólanum í Reykjavík.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun