Erlent

Vopnahlé Ísraels og Hamas-samtakanna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Ísraelar og palestínsku Hamas-samtökin hafa samið um vopnahlé sem tekur gildi á fimmtudaginn. Breska ríkisútvarpið BBC greindi frá þessu fyrir skömmu. Ísraelskir embættismenn hafa staðfest fréttina en taka þó fram að þeir bíði þess átekta að sjá hvort alvara sé á bak við samkomulagið.

Liðsmaður innan Hamas-samtakanna sagðist þess fullviss að allir vígahópar á Gaza-svæðinu færu eftir því sem samið hefði verið um. Hamas-samtökin hafa ráðið lögum og lofum á Gaza-síðan í júní í fyrra en þá gerðu þau herskáa hópa, hliðholla Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbasar, forseta Palestínu, útlæga þaðan. Ísraelar hafa lýst svæðið fjandsamlegt og girtu það af í þeirri viðleitni að hindra Hamas-liða í að skjóta eldflaugum þaðan yfir til Ísraels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×