Granatepli og fíkjur í salatið 31. janúar 2008 06:00 Marentza Poulsen lumar á ýmsum ábendingum til að gera salöt áhugaverðari fyrir bæði augu og munn. Fréttablaðið/Hörður Þeir eru eflaust margir sem hafa strengt þess heit að borða meira af grænmeti og ávöxtum á nýju ári. Salöt með mat eru vel til þess fallin að fá hollustu í mataræðið, en heilinn þreytist fljótt á tómötum og gúrkum. Marentza Poulsen er hafsjór fróðleiks um hvernig má gera salötin meira spennandi fyrir bæði augu og maga. „Allt grænt salat er gott með góðri dressingu, en svo er einnig gott að blanda ávöxtum saman við það,“ bendir hún á. Marentza notar oft og tíðum granatepli, sem sjá salatinu bæði fyrir ferskleika og eru þar að auki mikið augnayndi. „Afhýtt mangó, skorið í strimla eða teninga, og ferskar gráfíkjur í bátum er líka tilvalið í salatið, og bæði gott og fallegt,“ segir hún. Radísur í þunnum sneiðum, og fínt skorið rauðkál fer líka vel í grænt salat. „Appelsínur í teningum eru mjög góðar, og líka ferskar ferskjur í bátum. Flott salat sem ég er oft með er blanda af grænu salati, ferskjum, mozzarellaosti í sneiðum, hráskinku og basilíku,“ útskýrir Marentza. Hægt er að lífga enn frekar upp á salötin með því að strá ristuðum hnetum yfir það, eða brauðteningum sem hefur verið velt upp úr bragðbættri olíublöndu. „Mér þykir líka bæði fallegt og gott að blanda kryddjurtum, eins og kóríander og myntu, saman við salat,“ bendir Marentza á. Landsmenn ættu því að geta leyft gúrkunni að hvíla sig aðeins og róa á ný mið í salatgerðinni. -sun Matur Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Þeir eru eflaust margir sem hafa strengt þess heit að borða meira af grænmeti og ávöxtum á nýju ári. Salöt með mat eru vel til þess fallin að fá hollustu í mataræðið, en heilinn þreytist fljótt á tómötum og gúrkum. Marentza Poulsen er hafsjór fróðleiks um hvernig má gera salötin meira spennandi fyrir bæði augu og maga. „Allt grænt salat er gott með góðri dressingu, en svo er einnig gott að blanda ávöxtum saman við það,“ bendir hún á. Marentza notar oft og tíðum granatepli, sem sjá salatinu bæði fyrir ferskleika og eru þar að auki mikið augnayndi. „Afhýtt mangó, skorið í strimla eða teninga, og ferskar gráfíkjur í bátum er líka tilvalið í salatið, og bæði gott og fallegt,“ segir hún. Radísur í þunnum sneiðum, og fínt skorið rauðkál fer líka vel í grænt salat. „Appelsínur í teningum eru mjög góðar, og líka ferskar ferskjur í bátum. Flott salat sem ég er oft með er blanda af grænu salati, ferskjum, mozzarellaosti í sneiðum, hráskinku og basilíku,“ útskýrir Marentza. Hægt er að lífga enn frekar upp á salötin með því að strá ristuðum hnetum yfir það, eða brauðteningum sem hefur verið velt upp úr bragðbættri olíublöndu. „Mér þykir líka bæði fallegt og gott að blanda kryddjurtum, eins og kóríander og myntu, saman við salat,“ bendir Marentza á. Landsmenn ættu því að geta leyft gúrkunni að hvíla sig aðeins og róa á ný mið í salatgerðinni. -sun
Matur Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira