Innlent

Sjötugur karlmaður lést í Hamraborg - tvennt fært í varðhald

Sjötugur karlmaður fannst látinn á heimili sínu í Hamraborg í Kópavogi í gærkvöld. Heimildir Vísis herma að hann hafi verið látinn í nokkra daga þegar lögreglan kom að honum. Lögreglan handtók tvo einstaklinga af erlendum uppruna á staðnum sem tengjast manninum.  Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að ómögulegt sé að segja til um dánarorsök mannsins á þessari stundu.

„Rannsókn málsins er nýhafin og það eru hefjast skýrslutökur yfir þeim sem voru handteknir í gærkvöld. Það er ómögulegt að segja á þessari stundu hvernig andlát mannsins bar að," segir Friðrik Smári.

Samkvæmt heimildum Vísis voru minniháttar áverkar á líkinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×