Innlent

Framsóknarmenn saka Vg og Samfylkingu um klæki

Óskar Bergsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir bindast fastmælum um samstarf.
Óskar Bergsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir bindast fastmælum um samstarf.

Stjórnir kjördæmissambands framsóknarmanna í Reykjavík, Framsóknarfélags Reykjavíkur og Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík styðja Óskar Bergsson og ákvörðun hans að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík.

Félögin funduðu í hádeginu og í yfirlýsingu fundarmanna segir að óviðunandi staða hafi verið komin upp fyrir borgarbúa vegna meirihlutasamstarfsslita Sjálfstæðisflokks og F-lista. Við það hafi ekki verið hægt að una og því hafi þurfti að leita leiða til að mynda starfhæfan meirihluta í Reykjavík og tryggja nauðsynlega festu við stjórn borgarinnar út kjörtímabilið.

Framsóknarmenn segja að fullyrðingar um mögulegt meirihlutasamstarf Tjarnarkvartettsins hafi byggst á tálsýn og klækjum Samfylkingar og Vinstri grænna sem hafi afhjúpast þegar sögusagnir hafi verið dregnar til baka þegar á gærdaginn leið.

 

„Þá lá fyrir þegar í maí sl. að ekki væri samstaða í minnihlutanum um uppbyggingu í atvinnumálum. Óskar Bergsson stóð einn að tillögu um áframhald undirbúnings að Bitruvirkjun sem Vinstri græn og Samfylking lögðust alfarið gegn. Þessi afstaða flokkana var ítrekuð í samtölum milli manna í gærdag," segir í yfirlýsingunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×