Innlent

Ólafur F: Málefnasamningur var agn til að sprengja Tjarnarkvartettinn

Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, segir sjálfstæðismenn hafa svikið sig og að málefnasamningur milli hans og þeirra hafi verið settur sem agn til að hann myndi sprengja Tjarnarkvartettinn. Bakland Sjálfstæðisflokksins hafi ákveðið að slíta samstarfinu.

Ólafur segir að sjálfstæðismenn hafi í raun aldrei sætt sig við málefnasamninginn sem gerður var við myndun meirihlutans í janúar síðastliðnum og telur sig illa svikinn.

Ólafur segir jafnframt að Hanna Birna hafi ekki hlustað á hans málamiðlunartillögur til að halda samstarfinu, aðrir í Sjálfstæðisflokknum hafi ákveðið að slíta. Í raun hafi skipunin komið að ofan, frá baklandi Sjálfstæðisflokksins.

Ólafur hyggst halda áfram sem borgarfulltrúi F-listans og sitja út kjörtímabilið.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×