Innlent

Sambýlisfólk hins látna í Hamraborg látið laust

Lögreglan hefur sleppt karlmanni og konu af erlendum uppruna sem handtekin voru í gær í tengslum við lát sjötugs karlmanns í Hamraborg. Fólkið bjó með manninum í íbúð hans.

Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu leiddu yfirheyrslur yfir fólkinu í ljós að það var ekki viðriðið dauða hans. Ekki væri heldur grunur um að einhver annar hefði verið valdur að dauða mannsins. Að öðru leyti vildi Friðrik ekki tjá sig um það sem fram kom við yfirheyrslur yfir fólkinu.

Rannsókn á andláti mannsins heldur þó áfram og verður lík hans krufið af þeim sökum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×