Innlent

Ólafur, ekki Hanna Birna, opnar Skólavörðustíginn

Hanna Birna og Ólafur meðan allt lék í lyndi.
Hanna Birna og Ólafur meðan allt lék í lyndi.

Efri hluti Skólavörðustígsins, sem tekinn hefur verið í gegn, verður opnaður formlega á morgun með hátíðahöldum. 

Í tilkynningu frá borginni fyrr í dag kom fram að Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar, myndi opna götuna en skömmu síðar kom önnur tilkynning þar sem leiðrétt var að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri myndi gera það. Fjölbreytt dagskrá verður á Skólavörðustígnum, þar á meðal söngur og dans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×