Innlent

Sambýlisfólk hins látna handtekið í Hamraborg

Karlmaður og kona af erlendum uppruna sem handtekin voru í gærkvöldi í tengslum við lát á sjötugum manni í Hamraborg bjuggu með manninum í íbúð hans. Konan er á fertugsaldri en karlmaðurinn er rétt undir tvítugu.

Íbúðin sem um ræðir er skrifstofuhúsnæði sem maðurinn hafði breytt í íbúð.

Þegar Vísi bar að garði í morgun sást hvernig lögregla hafði innsiglað hurð sem gengur frá íbúðinni og út í bílakjallara hússins.

Nágrannar sem Vísir ræddi við sögðu fjölmennt lið lögreglu hafa verið við íbúð mannsins í gærkvöldi eftir að lát mannsins uppgötvaðist.






Tengdar fréttir

Sjötugur karlmaður lést í Hamraborg - tvennt fært í varðhald

Sjötugur karlmaður fannst látinn á heimili sínu í Hamraborg í Kópavogi í gærkvöld. Heimildir Vísis herma að hann hafi verið látinn í nokkra daga þegar lögreglan kom að honum. Lögreglan handtók tvo einstaklinga af erlendum uppruna á staðnum sem tengjast manninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×