Innlent

Fingralangur fjöldi á Akureyri

Lögreglan á Akureyri hafði í nógu að snúast í nótt við að elta uppi þjófa. Brotist var inn á að minnsta kosti fjórum stöðum á Eyrinni og ýmsu smálegu stolið.

Lögregla nappaði tvo unglinga á svæðinu sem reyndust hafa verið á ferðinni í öllum tilvikum en ekki er búið að ganga úr skugga um hvort þeir hafi látið greipar sópa víðar.

Þá var tilkynnt var um að tveimur bílum hefði verið stolið í bænum og fannst annar þeirra fljótlega. Í honum voru fjórar manneskjur sem voru handteknar. Hinn bílinn er hins vegar ófundinn og lýsir lögregla eftir honum. Bíllinn er af gerðinni KIA og einkennisstafir hans RV-075.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×