Innlent

Kjartan: Vonbrigði að samstarfið við Ólaf hafi ekki gengið

Breki Logason skrifar
Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir það ákveðin vonbrigði að ekki hefði verið hægt að halda samstarfinu við Ólaf F Magnússon áfram. Ólafur sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að hann hefði verið blekktur til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Kjartan segir það ekki rétt.

„Þegar menn fóru af stað í janúar var ekki verið að blekkja einn né neinn til samstarfs. Það voru full heilindi að baki þeirri myndun," segir Kjartan sem hafði ásamt Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni frumkvæðið að myndun meirihlutans með Ólafi F.

Kjartan ítrekar að full heilindi hafi verið þar að baki en segir að eins og komið hafi fram í fjölmiðlum hafi það samstarf ekki gengið. Kjartan vill þó ekki fara nánar út í hvaða málefni það voru nákvæmlega sem ágreiningur var um. Hann segir þetta niðurstöðuna.

Aðspurður hvort samstarfið við Ólafi hafi valdið vonbrigðum segir Kjartan: „Það eru ákveðin vonbrigði að við skyldum ekki hafa getað haldið því áfram."










Tengdar fréttir

Ólafur: Ég var blekktur til samstarfs

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir Sjálfstæðisflokkinn hafa blekkt sig til samstarfs. Hannhyggst sitja áfram sem borgarfulltrúi í minnihluta. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem barst fyrir stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×