Lífið

Kate og Pete í meðferð saman

Pete og Kate á vappinu
Pete og Kate á vappinu

Vegfarendur sáu til ofurfyrirsætunnar Kate Moss og kærasta hennar Pete Doherty, söngvara Babyshambles, fara saman á Capio Nightingale spítalann í London á mánudag. Þar skráðu þau sig í meðferð undir fölskum nöfnum. Kate, sem sjálf er nýkomin úr meðferð eftir að til sást til hennar með kókaín, er sögð vera að styðja Pete en hann er þekktur fíkniefnaneytandi. Kate sást yfirgefa spítalannn síðar um um daginn en ku hafa komið aftur til að taka þátt í meðferðinni með Pete.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.