Lífið

Victoria og Naomi með raunveruleikaþætti

Victoria Beckham pósar fyrir ljósmyndara í árlegu AIDS Foundation partíi Eltons Johns eftir Óskarinn.
Victoria Beckham pósar fyrir ljósmyndara í árlegu AIDS Foundation partíi Eltons Johns eftir Óskarinn. MYND/Getty Images

Fyrrum Kryddpían Victoria Beckham hefur skrifað undir samning við NBC upp á tíu milljón dollara. Mun hún verða með sinn eigin raunveruleikasjónvarpsþátt sem sagður er eiga að fjalla um flutning fjölskyldu hennar frá Evrópu til Bandaríkjanna. Victoria er gift knattspyrnumanninum David Beckham en hann er að fara að spila með fótboltaliðinu L.A. Galaxy. Það er Idoldómarinn og fyrrum umboðsmaður Kryddpíanna, Simon Fuller, sem stendur að samningnum.

Naomi Campbell í sama teiti og Victoria eftir Óskarinn síðasta sunnudagskvöld.MYND/Getty Images

Þetta er þó ekki eini nýji raunveruleikasjónvarpsþátturinn sem von er á. Fyrirsætan Naomi Campbell er einnig sögð vera að fara af stað með sinn eigin þátt á sjónvarpsstöðinni MTV. Þar mun hún leita að aðstoðarmanni, en síðustu sex aðstoðarmenn hennar hafa hætt vegna ofbeldisfulls skaps hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.