Lífið

Alltaf verið vinsælir

Dr. Spock,  rokksveitin vinsæla gefur út nýja smáskífu í dag.
Dr. Spock, rokksveitin vinsæla gefur út nýja smáskífu í dag.

Rokksveitin Dr. Spock hefur gefið út smáskífuna The Incredible Tooth of Dr. Zoega. Hefur hún að geyma fjögur lög, þar á meðal hið vinsæla Skítapakk.

Skífan er ein af þremur sem Dr. Spock ætlar að gefa út á árinu. Sú næsta er fyrirhuguð á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, og sú síðasta skömmu fyrir Airwaves-hátíðina. „Við köllum þetta LP, eða litlar plötur. Okkur langaði að prófa eitthvað annað en þetta gamla góða. Síðan er næst á dagskrá að fara í sumarbústað og sósa sig upp með kjöti og alkóhóli og klára eitthvað fyrir næstu plötur,“ segir söngvarinn Finni.

Hann segir að vinsældir Skítapakks hafi síður en svo komið sér á óvart. „Okkur tókst að granda heilli útvarpsstöð sökum vinsældanna,“ segir hann og á þar við X-FM, þar sem lagið sat á toppnum í sex vikur. „Við höfum alltaf verið vinsælir og alltaf verið rosalega stórir á Reykjavíkursvæðinu.“

Vinsældir hafa náð út fyrir landsteinana því á dögunum var sveitin næstum búin að skrifa undir plötusamning erlendis þegar allt fór í baklás vegna hvalveiða Íslendinga. Af því tilefni ætla þeir félagar á næstunni að opna heimasíðu tileinkaða hvalaklámi.

Dr. Spock fagnar nýju smáskífunni í Stúdentakjallaranum í kvöld. Miðaverð er 1.500 og innifalið er eintak af skífunni og einn kaldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.