Innlent

Gerð jarðganga hefst á árinu

Sturla Böðvarsson
Sturla Böðvarsson

Það líður að því að gerð jarðganga milli Bolungarvíkur og Hnífsdals verði boðin út.

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að eftir útboð geti framkvæmdir hafist fljótlega; vonandi í vetur.

Áætlað er að gangagerðin kosti á sjötta milljarð króna.

Í vegaáætlun til 2010 sem samþykkt var á lokadögum þingsins í mars er gert ráð fyrir göngum milli Bolungarvíkur og Hnífsdals og að því stefnt að gerð þeirra verði lokið árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×