Vegur milli Þingvalla og Laugarvatns Jón Otti Jónsson skrifar 19. september 2007 05:00 Undanfarið hafa birst greinar í Fréttablaðinu um fyrirhugaðan nýjan veg milli Þingvalla og Laugarvatns. Ekki er allt rétt, sem þar kemur fram. Eiginlega er hér um að ræða tilfærslu á vegarstæði þar sem hingað til hefur verið notast við hinn 100 ára gamla kóngsveg, sem er að öllu leyti alls ófullnægjandi vegarstæði fyrir bílaumferð. Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur, hefur verið með harðan áróður gegn lagningu þessa nauðsynlega vegar og fullyrðir að Þingvallavatn geti orðið fyrir skemmdum. Við þekkjum öll þær staðreyndir að vegir liggja allt í kringum vatnið og um þjóðgarðinn og eru orðnir flestir eldgamlir. Af hverju er þá vatnið í lagi? Það er enga skemmd að sjá þrátt fyrir mikla umferð í áratugi. Pétur forðast að gefa á því skýringar. Hamagangur Péturs gegn þessari framkvæmd er alls óskiljanlegur í ljósi þess að vegurinn mun liggja að mestu fjarri Þingvallavatni. Hann kemur frá Laugarvatni og mun liggja við rætur Lyngdalsheiðar og tengjast veginum, sem liggur að austanverðu meðfram vatninu. Sá vegur hefur verið umferðaræð um langan tíma, marga áratugi. Ég vil benda á að umræddur vegur var og er hluti af hinum vinsæla og fjölfarna Þingvallahring: Reykjavík-Þingvellir-Sogið-Hveragerði og svo til Reykjavíkur um Hellisheiði. Pétri hefur tekist að æsa ýmsa menn upp, m.a. nokkra náttúrufræðinga. Búast mætti við að vel menntaðir menn sæju í gegnum slíkan hugarburð gamals manns. Slæmt er þegar aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins fellur í þá gryfju að taka undir með Pétri og rangtúlkar legu nýja vegarins og segir hann eigi að liggja meðfram vatninu. Ekki er gæfulegt fyrir Fréttablaðið að birta slíkt bull í leiðara. Öllu ömurlegra er að sjá skrif Guðmundar Andra Thorssonar um þessi mál í sama blaði 3. sept. sl. Guðmundur virðist halda að nú eigi að gera ógurlega hraðbraut með allra þyngstu umferð sem hugsast getur! Guðmundur hallmælir Vegagerðinni og stjórnendum hennar eins og þeir einir beri ábyrgðina. Vegagerðin hefur þau verkefni að hanna vegi og hefur í þessu tilviki tekist vel upp að færa vegarstæðið frá gamla kóngsveginum á heppilegri stað. Svo reynir Guðmundur að fá umhverfisráðherrann til að rifta umhverfismatinu og þar með að gera þessu máli mikið ógagn. Ég hvet ráðherrann til að láta ekki verða af slíku og taka raunsætt mið af raunveruleikanum. Mér finnst að Guðmundur Andri Thorsson ætti að halda sig við skáldskap og láta vera að skrifa um alvörumálefni. Í grein í Fréttablaðinu 31.08. sl. vitnar blaðamaður í Umhverfisstofnun. Þar er fjallað um rask og lýti. Um hvaða rask er stofnunin að tala? Var kóngsvegurinn rask á sínum tíma? Ég efast stórlega um að Vegagerðin muni vaða um svæðið eins og naut í flagi. Ég sé ekki betur en að Vegagerðin gangi almennt vel um í sínum framkvæmdum. Vegagerðin á þakkir skildar fyrir að halda þessari vesældar leið sem kóngsvegurinn er í eins þolanlegu ástandi og unnt er. Lagning þessa nýja vegar þolir ekki lengri bið. Tafir hafa verið alltof miklar, m.a. vegna stífni og sérvisku fyrri Þingvallanefndar og svo nú vegna kærugleði Péturs M. Jónassonar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar þarf betri samgöngur vegna skylduverkefna. Ferðaþjónustan og rútubílaeigendur bíða í óþreyju. Þessi vegur mun tengja saman þekktustu ferðamannastaði á Suðurlandi. Bættar samgöngur á þessari leið mun létta mjög á umferð um Suðurlandsveg og Hellisheiði.Höfundur er prentari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa birst greinar í Fréttablaðinu um fyrirhugaðan nýjan veg milli Þingvalla og Laugarvatns. Ekki er allt rétt, sem þar kemur fram. Eiginlega er hér um að ræða tilfærslu á vegarstæði þar sem hingað til hefur verið notast við hinn 100 ára gamla kóngsveg, sem er að öllu leyti alls ófullnægjandi vegarstæði fyrir bílaumferð. Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur, hefur verið með harðan áróður gegn lagningu þessa nauðsynlega vegar og fullyrðir að Þingvallavatn geti orðið fyrir skemmdum. Við þekkjum öll þær staðreyndir að vegir liggja allt í kringum vatnið og um þjóðgarðinn og eru orðnir flestir eldgamlir. Af hverju er þá vatnið í lagi? Það er enga skemmd að sjá þrátt fyrir mikla umferð í áratugi. Pétur forðast að gefa á því skýringar. Hamagangur Péturs gegn þessari framkvæmd er alls óskiljanlegur í ljósi þess að vegurinn mun liggja að mestu fjarri Þingvallavatni. Hann kemur frá Laugarvatni og mun liggja við rætur Lyngdalsheiðar og tengjast veginum, sem liggur að austanverðu meðfram vatninu. Sá vegur hefur verið umferðaræð um langan tíma, marga áratugi. Ég vil benda á að umræddur vegur var og er hluti af hinum vinsæla og fjölfarna Þingvallahring: Reykjavík-Þingvellir-Sogið-Hveragerði og svo til Reykjavíkur um Hellisheiði. Pétri hefur tekist að æsa ýmsa menn upp, m.a. nokkra náttúrufræðinga. Búast mætti við að vel menntaðir menn sæju í gegnum slíkan hugarburð gamals manns. Slæmt er þegar aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins fellur í þá gryfju að taka undir með Pétri og rangtúlkar legu nýja vegarins og segir hann eigi að liggja meðfram vatninu. Ekki er gæfulegt fyrir Fréttablaðið að birta slíkt bull í leiðara. Öllu ömurlegra er að sjá skrif Guðmundar Andra Thorssonar um þessi mál í sama blaði 3. sept. sl. Guðmundur virðist halda að nú eigi að gera ógurlega hraðbraut með allra þyngstu umferð sem hugsast getur! Guðmundur hallmælir Vegagerðinni og stjórnendum hennar eins og þeir einir beri ábyrgðina. Vegagerðin hefur þau verkefni að hanna vegi og hefur í þessu tilviki tekist vel upp að færa vegarstæðið frá gamla kóngsveginum á heppilegri stað. Svo reynir Guðmundur að fá umhverfisráðherrann til að rifta umhverfismatinu og þar með að gera þessu máli mikið ógagn. Ég hvet ráðherrann til að láta ekki verða af slíku og taka raunsætt mið af raunveruleikanum. Mér finnst að Guðmundur Andri Thorsson ætti að halda sig við skáldskap og láta vera að skrifa um alvörumálefni. Í grein í Fréttablaðinu 31.08. sl. vitnar blaðamaður í Umhverfisstofnun. Þar er fjallað um rask og lýti. Um hvaða rask er stofnunin að tala? Var kóngsvegurinn rask á sínum tíma? Ég efast stórlega um að Vegagerðin muni vaða um svæðið eins og naut í flagi. Ég sé ekki betur en að Vegagerðin gangi almennt vel um í sínum framkvæmdum. Vegagerðin á þakkir skildar fyrir að halda þessari vesældar leið sem kóngsvegurinn er í eins þolanlegu ástandi og unnt er. Lagning þessa nýja vegar þolir ekki lengri bið. Tafir hafa verið alltof miklar, m.a. vegna stífni og sérvisku fyrri Þingvallanefndar og svo nú vegna kærugleði Péturs M. Jónassonar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar þarf betri samgöngur vegna skylduverkefna. Ferðaþjónustan og rútubílaeigendur bíða í óþreyju. Þessi vegur mun tengja saman þekktustu ferðamannastaði á Suðurlandi. Bættar samgöngur á þessari leið mun létta mjög á umferð um Suðurlandsveg og Hellisheiði.Höfundur er prentari.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun