Lífið

Tom og Katie á tjúttinu

Tom og Katie hress og kát
Tom og Katie hress og kát MYND/Kevin Mazur - Wireimage

Leikarahjónin Tom Cruise og Katie Holms sáust úti á lífinu síðasta laugardagskvöld í Super Bowl partýi á South Beach, Miami. Fjöldinn allur af stórtjörnum var þar saman kominn og skemmti sér í boði Ocean Drive tímaritsins og MarketAmerica.com. Margir frægir tónlistarmenn tóku lagið en þar á meðal voru Fergie úr Black Eyed Peas og Marc Anthony, góðvinur hjónanna, sem tók nokkur lög. Kona hans, Jennifer Lopez, steig líka á svið og tók lagið með honum.

 

Samkvæmt heimildum tímaritsins People sátu Tom og Katie, ásamt systur Toms og syni hans Connor, við hlið sviðsins og dönsuðu í sætunum undir flutningi Marcs og Jennifer. Tónleikunum lauk með glæsilegri flugeldasýningu um miðnættið en partýið hélt áfram og Tom og Katie dönsuðu villt við rokk- og hipp hopp lög. Skemmtu þau sér fram til klukkan tvö um nóttina, og Connor með þeim, en þá héldu þau heim á leið glöð í bragði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.