Lífið

Anna Nicole grafin á Bahamaeyjum

Getty Images

Dómari í Flórída hefur úrskurðað að Anna Nicole Smith verði borin til grafar á Bahamaeyjum. Dómarinn, Larry Seidlin grét þegar hann bar upp úrskurðinn og fól umsjón með jarðneskum leifum Önnu lögmanni hennar Richard Milstein. Anna Nicole verður semsagt grafin á Bahamaeyjum en þar bjó hún síðustu mánuði ævi sinnar. Sonur Önnu sem lést á síðasta ári með grunsamlegum hætti er grafinn á Bahamaeyjum og sagði Milstein við hæfi að þau mæðginin hvíldu saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.