Marcia Cross, sem fer með hlutverk Bree Van De Kamp í þáttunum Desperate Housewives, gengur með tvíbura. Læknir leikkonunnar hefur skipað henni að halda kyrru fyrir heima þangað til að tvíburarnir koma í heiminn í apríl.
Framleiðendur þáttanna setja það þó ekki fyrir sig, og nú er unnið að því að koma upp sviði í húsi leikkonunnar. Það mun verða nákvæm eftirlíking af húsi Bree í Desperate Housewives, og mun Cross taka upp tvo þætti í þessu umhverfi. Það er þó ekkert reiðarslag fyrir þáttaröðina að Cross skuli hafa verið skikkuð til að halda sig heima. Töluvert var farið að sjást á leikkonunni, en persóna hennar í þáttaröðinni er ekki ólétt. Því stóð til að skrifa Cross út úr þessari þáttaröð á tveimur þáttum.