Þú ert rekin! Þuríður Björg Þorgrímsdóttir skrifar 8. maí 2007 09:28 Fröken Ríkisstjórn: Ég er vinnuveitandi þinn og þar af leiðandi get ég bæði ráðið þig og rekið. Gallinn er reyndar sá að eigendur fyrirtækisins Íslands eru svo margir að ég ein og sér hef ekki úrslitavaldið. Ég var heldur aldrei fylgjandi því að ráða þig á sínum tíma. Ég vonast samt til að fá stuðning meirihluta eigendanna í eftirfarandi máli. Mér finnst þú ekki hafa staðið þig sem skyldi í starfi þínu hjá fyrirtækinu síðastliðin 12 ár. Auk þess áttu það til að grobba þig af afrekum þínum þó oft á tíðum sé innistæðan heldur lítil. Til dæmis þreytistu aldrei á að stæra þig af mikilli kaupmáttaraukningu eftir að þú komst til starfa hjá okkur. Hingað til hef ég þurft að trúa þér þar sem þú hefur alltaf virst vera með rökin fyrir þessari fullyrðingu á hreinu. Nú hefur hins vegar Árni Páll Árnason hrakið þessi rök og sýnt fram á að kaupmáttaraukningin síðustu 11 árin er einungis í meðallagi (Fréttablaðið 7. maí 2007, bls. 22). Það finnst mér ekki góður árangur í starfi. Einnig grobbarðu þig af því að hafa lengt fæðingarorlofið með því að bæta við það þremur mánuðum sem aðeins faðirinn getur nýtt. Þetta var mjög góð hugmynd, ég verð að játa það, en útfærslan var ekki fullnægjandi. Því miður nýtist orlofið ekki öllum börnum. Sumir foreldrar eru nefnilega einir með nýfætt barn sitt (jú, það er alveg dagsatt!) og margir þeirra geta alls ekki nýtt sér þessa þrjá nýju mánuði. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því og ætla ég hér að nefna tvær þeirra sem eru mjög algengar. Í fyrsta lagi getur ástæðan verið sú að faðirinn hefur ekki áhuga á því að vera einn með barnið, kannski vegna þess að hann þekkir móðurina lítið eða hann hefur hreinlega ekki áhuga á barninu. Sumir taka jafnvel þessa þrjá mánuði en nýta þá til annars en þeir eru ætlaðir. Í öðru lagi er algengara en margur heldur að faðirinn búi erlendis og hafi ekki möguleika á því að vera með barninu. Á meðan viðhorf þitt er það að fæðingarorlof sé réttur foreldranna en ekki barnanna - jafnvel þótt markmið laganna sé að tryggja barninu samvistir við báða foreldra - sé ég ekki ástæðu til að láta þig sjá lengur um þetta mál. Ég sé það heldur ekki fyrir mér að viðhorf þitt í málinu breytist á næstunni. Að auki vil ég sjá meiri kaupmáttaraukningu en þú hefur náð, sérstaklega hjá þeim lægst launuðu, en einstæðir foreldrar tilheyra einmitt margir þeim hópi. Fröken Ríkisstjórn, ég verð því miður að tilkynna þér að þú ert rekin.Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, Varaformaður Félags einstæðra foreldra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fröken Ríkisstjórn: Ég er vinnuveitandi þinn og þar af leiðandi get ég bæði ráðið þig og rekið. Gallinn er reyndar sá að eigendur fyrirtækisins Íslands eru svo margir að ég ein og sér hef ekki úrslitavaldið. Ég var heldur aldrei fylgjandi því að ráða þig á sínum tíma. Ég vonast samt til að fá stuðning meirihluta eigendanna í eftirfarandi máli. Mér finnst þú ekki hafa staðið þig sem skyldi í starfi þínu hjá fyrirtækinu síðastliðin 12 ár. Auk þess áttu það til að grobba þig af afrekum þínum þó oft á tíðum sé innistæðan heldur lítil. Til dæmis þreytistu aldrei á að stæra þig af mikilli kaupmáttaraukningu eftir að þú komst til starfa hjá okkur. Hingað til hef ég þurft að trúa þér þar sem þú hefur alltaf virst vera með rökin fyrir þessari fullyrðingu á hreinu. Nú hefur hins vegar Árni Páll Árnason hrakið þessi rök og sýnt fram á að kaupmáttaraukningin síðustu 11 árin er einungis í meðallagi (Fréttablaðið 7. maí 2007, bls. 22). Það finnst mér ekki góður árangur í starfi. Einnig grobbarðu þig af því að hafa lengt fæðingarorlofið með því að bæta við það þremur mánuðum sem aðeins faðirinn getur nýtt. Þetta var mjög góð hugmynd, ég verð að játa það, en útfærslan var ekki fullnægjandi. Því miður nýtist orlofið ekki öllum börnum. Sumir foreldrar eru nefnilega einir með nýfætt barn sitt (jú, það er alveg dagsatt!) og margir þeirra geta alls ekki nýtt sér þessa þrjá nýju mánuði. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því og ætla ég hér að nefna tvær þeirra sem eru mjög algengar. Í fyrsta lagi getur ástæðan verið sú að faðirinn hefur ekki áhuga á því að vera einn með barnið, kannski vegna þess að hann þekkir móðurina lítið eða hann hefur hreinlega ekki áhuga á barninu. Sumir taka jafnvel þessa þrjá mánuði en nýta þá til annars en þeir eru ætlaðir. Í öðru lagi er algengara en margur heldur að faðirinn búi erlendis og hafi ekki möguleika á því að vera með barninu. Á meðan viðhorf þitt er það að fæðingarorlof sé réttur foreldranna en ekki barnanna - jafnvel þótt markmið laganna sé að tryggja barninu samvistir við báða foreldra - sé ég ekki ástæðu til að láta þig sjá lengur um þetta mál. Ég sé það heldur ekki fyrir mér að viðhorf þitt í málinu breytist á næstunni. Að auki vil ég sjá meiri kaupmáttaraukningu en þú hefur náð, sérstaklega hjá þeim lægst launuðu, en einstæðir foreldrar tilheyra einmitt margir þeim hópi. Fröken Ríkisstjórn, ég verð því miður að tilkynna þér að þú ert rekin.Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, Varaformaður Félags einstæðra foreldra
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar