Öskutunnan Ísland 9. mars 2007 05:00 Ég bý í Hafnarfirði – ennþá. Ég hélt satt að segja þegar ég flutti hingað að ég væri að velja fallegt umhverfi hjá góðu fólki sem bæri fyrst og fremst virðingu fyrir umhverfi sínu. Það hefur alltaf verið eitthvað skemmtilega þorpslegt við Hafnarfjörð og fólkið þar einstaklega hlýlegt og vingjarnlegt. Umræðan í fjölmiðlum síðustu daga hefur gert mig uggandi um skynsemi Hafnfirðinga. Ef peningaaðilar fá hér að ráða í framtíðinni mun Hafnarfjörður verða höfuðstaður öskutunnunnar Íslands, landsins sem mengar mest í heimi og landsins þar sem fáfræði og peningagræðgi er ofar öllu öðru. Samtök sem nefna sig „Hagur Hafnarfjarðar“ fara mikinn um þessar mundir og þar er eytt milljónum króna í auglýsingaherferðir þar sem Hafnfirðingar eru hvattir til að kjósa á þann veg að hið óhugnanlega álver fái að breiða úr sér eins og skrímsli um allan Hafnarfjörð – annars missi starfsmenn álversins vinnuna sína. Hvernig dettur nokkrum manni í hug að bera síkt bull á borð fyrir hugsandi fólk? Skoðið heimasíðu álversins. Það mun enginn missa vinnuna næstu 20 árin þó álverið stækki ekki en það munu fjölmargir missa heilsuna ef af þessari stækkun verður. Mín heilsa er í húfi og ykkar líka – og þið skammsýnu peningagráðu Íslendingar sem viljið eyðileggja náttúru Íslands með stóriðjumengun, þið eruð að drepa afkomendur ykkar! Stækkun álversins í Straumsvík þýðir að mengunin eykst um það magn sem nemur eitrinu frá öllum bílaflota Íslandinga á einu ári. Ég studdi Samfylkinguna þegar ég flutti í þennan fallega bæ – einfaldlega vegna þess að Ingibjörg Sólrún er yfirburðamanneskja á allan hátt og ég batt miklar vonir við þau samtök. Samfylkingin í Hafnarfirði hefur svo gjörsamlega skotið þessa fylkingu í kaf með heimskulegum aðgerðum undanfarin ár. Hvernig datt þessum stjórmálamönnum í hug í fyrsta lagi að selja álverinu landið þar sem viðbótarálverið á að rísa án þess að bera það undir Hafnfirðinga? Framgangur bæjaryfirvalda er með eindæmum þessa dagana, hver pótintátinn á fætur öðrum lýsir því yfir að enginn megi vita hvað þeir ætli að kjósa núna í lok mars. Það er leyndarmál hvað bæjarstjóranum í Hafnarfirði finnst um stækkun álversins í Straumsvík! Nú spyr ég: halda menn að það sé einhver tilviljun að fylgið hrynur af Samfylkingunni og að Vinstri græn eru miklu stærri stjórmálaflokkur í dag heldur en Samfylkingin? Það er öskutunnustefna Samfylkingarinnar í umhverfismálum sem er búin að eyðileggja þann flokk. Ég bið Ingibjörgu Sólrúnu vinsamlegast um að hætta í þessum vonda félagsskap og ganga til liðs við stjórnmálaafl sem hefur á stefnuskrá sinni að vernda náttúru Íslands. Að lokum frábið ég mér að það sé reynt að troða inn í mig samviskubiti yfir að gera þá sem vinna í álverinu í Straumsvík atvinnulausa. Það er lygi og það vita það allir. Álverið stórgræðir á því að fá hér á Íslandi nánast ókeypis raforku til að menga heiminn og það verður hér starfandi næstu áratugi – án þess að það stækki - hvort sem okkur líkar betur eða verr. Svo bendi ég þeim á, sem eru fyrst og fremst að hugsa um peninga, að það eru einungis 1–2% af tekjum Hafnarfjarðarbæjar sem koma frá álverinu. Farið hefur fé betra. Höfundur er fyrrverandi stuðningsaðili Samfylkingarinnar. Framgangur bæjaryfirvalda er með eindæmum þessa dagana. Það er leyndarmál hvað bæjarstjóranum í Hafnarfirði finnst um stækkun álversins í Straumsvík! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég bý í Hafnarfirði – ennþá. Ég hélt satt að segja þegar ég flutti hingað að ég væri að velja fallegt umhverfi hjá góðu fólki sem bæri fyrst og fremst virðingu fyrir umhverfi sínu. Það hefur alltaf verið eitthvað skemmtilega þorpslegt við Hafnarfjörð og fólkið þar einstaklega hlýlegt og vingjarnlegt. Umræðan í fjölmiðlum síðustu daga hefur gert mig uggandi um skynsemi Hafnfirðinga. Ef peningaaðilar fá hér að ráða í framtíðinni mun Hafnarfjörður verða höfuðstaður öskutunnunnar Íslands, landsins sem mengar mest í heimi og landsins þar sem fáfræði og peningagræðgi er ofar öllu öðru. Samtök sem nefna sig „Hagur Hafnarfjarðar“ fara mikinn um þessar mundir og þar er eytt milljónum króna í auglýsingaherferðir þar sem Hafnfirðingar eru hvattir til að kjósa á þann veg að hið óhugnanlega álver fái að breiða úr sér eins og skrímsli um allan Hafnarfjörð – annars missi starfsmenn álversins vinnuna sína. Hvernig dettur nokkrum manni í hug að bera síkt bull á borð fyrir hugsandi fólk? Skoðið heimasíðu álversins. Það mun enginn missa vinnuna næstu 20 árin þó álverið stækki ekki en það munu fjölmargir missa heilsuna ef af þessari stækkun verður. Mín heilsa er í húfi og ykkar líka – og þið skammsýnu peningagráðu Íslendingar sem viljið eyðileggja náttúru Íslands með stóriðjumengun, þið eruð að drepa afkomendur ykkar! Stækkun álversins í Straumsvík þýðir að mengunin eykst um það magn sem nemur eitrinu frá öllum bílaflota Íslandinga á einu ári. Ég studdi Samfylkinguna þegar ég flutti í þennan fallega bæ – einfaldlega vegna þess að Ingibjörg Sólrún er yfirburðamanneskja á allan hátt og ég batt miklar vonir við þau samtök. Samfylkingin í Hafnarfirði hefur svo gjörsamlega skotið þessa fylkingu í kaf með heimskulegum aðgerðum undanfarin ár. Hvernig datt þessum stjórmálamönnum í hug í fyrsta lagi að selja álverinu landið þar sem viðbótarálverið á að rísa án þess að bera það undir Hafnfirðinga? Framgangur bæjaryfirvalda er með eindæmum þessa dagana, hver pótintátinn á fætur öðrum lýsir því yfir að enginn megi vita hvað þeir ætli að kjósa núna í lok mars. Það er leyndarmál hvað bæjarstjóranum í Hafnarfirði finnst um stækkun álversins í Straumsvík! Nú spyr ég: halda menn að það sé einhver tilviljun að fylgið hrynur af Samfylkingunni og að Vinstri græn eru miklu stærri stjórmálaflokkur í dag heldur en Samfylkingin? Það er öskutunnustefna Samfylkingarinnar í umhverfismálum sem er búin að eyðileggja þann flokk. Ég bið Ingibjörgu Sólrúnu vinsamlegast um að hætta í þessum vonda félagsskap og ganga til liðs við stjórnmálaafl sem hefur á stefnuskrá sinni að vernda náttúru Íslands. Að lokum frábið ég mér að það sé reynt að troða inn í mig samviskubiti yfir að gera þá sem vinna í álverinu í Straumsvík atvinnulausa. Það er lygi og það vita það allir. Álverið stórgræðir á því að fá hér á Íslandi nánast ókeypis raforku til að menga heiminn og það verður hér starfandi næstu áratugi – án þess að það stækki - hvort sem okkur líkar betur eða verr. Svo bendi ég þeim á, sem eru fyrst og fremst að hugsa um peninga, að það eru einungis 1–2% af tekjum Hafnarfjarðarbæjar sem koma frá álverinu. Farið hefur fé betra. Höfundur er fyrrverandi stuðningsaðili Samfylkingarinnar. Framgangur bæjaryfirvalda er með eindæmum þessa dagana. Það er leyndarmál hvað bæjarstjóranum í Hafnarfirði finnst um stækkun álversins í Straumsvík!
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun