Er nægjanlegt að játa mistök? 16. febrúar 2007 05:00 Þessa dagana skelfur þjóðfélagið vegna fjármálasukks Byrgisins. Eftirlitslaust hefur fjármagni verið ausið til óvandaðra aðila sem virðast ekki gera sér neina grein fyrir hvernig eigi að fara með þá ábyrgð sem þeim var falin. Einnig vekja athygli vinnubrögð félagsmálaráðuneytisins við úthlutun fjármuna borgaranna. Aðkoma Birkis Jóns Jónssonar núverandi formanns fjárlaganefndar virðist vera mikil að málinu öllu, þar sem hann starfaði sem aðstoðarmaður félagsmálaráðherra þegar „sukkið“ hófst. Birkir viðurkennir mistök sín í máli þessu og lofar bót og betrun. En er það nóg, verða ekki þeir sem bera ábyrgð á austri fjármagns úr ríkissjóði án nokkurs eftirlits, að axla þá ábyrgð? Ber Birki ekki að víkja úr fjárlaganefnd og jafnvel af þingi? Á ekki að vísa máltilbúningi ráðuneytisins og starfsmanna þess til lögregluyfirvalda? Birkir hefur margoft verið svo forhertur að gefa í skyn að starfsmenn ráðuneytisins beri ábyrgðina. Komast verður að því hverjir gáfu fyrirmælin um greiðslur til Byrgisins á forsendum samnings sem ekki var undirritaður og því enginn samningur. Fólk sem tekur ákvörðun um að greiða vafasömum aðilum út stórar fjárhæðir án nokkurrar heimildar, þar sem enginn samningur var undirritaður, er að brjóta reglur og ber því að gjalda fyrir það. Ef þeir sem eftirlitsskyldu báru við úthlutun fjármunanna hefðu sinnt skyldu sinni hefði hugsanlega mátt koma í veg fyrir mikinn harmleik sem viðgekkst í skugga stjórnvalda. Því á að vísa máli Byrgisins til dómstóla eins og um fjárdrátt hafi verið að ræða. Vinnubrögð Birkis koma ekki á óvart. Ummæli hans um ágæti manna sem hafa logið og svikið sanna dómgreindarskort hans. Birkir virðist ekki hafa þroska né siðferðisvitund til að greina rétt frá röngu. Ef Birkir Jón Jónsson á aðild að spillingunni í félagsmálaráðuneytinu á hann ekki aðeins að segja af sér sem formaður fjárlaganefndar heldur einnig sem þingmaður og sveitarstjórnarmaður í Fjallabyggð. Slík er siðblindan. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri á Siglufirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Þessa dagana skelfur þjóðfélagið vegna fjármálasukks Byrgisins. Eftirlitslaust hefur fjármagni verið ausið til óvandaðra aðila sem virðast ekki gera sér neina grein fyrir hvernig eigi að fara með þá ábyrgð sem þeim var falin. Einnig vekja athygli vinnubrögð félagsmálaráðuneytisins við úthlutun fjármuna borgaranna. Aðkoma Birkis Jóns Jónssonar núverandi formanns fjárlaganefndar virðist vera mikil að málinu öllu, þar sem hann starfaði sem aðstoðarmaður félagsmálaráðherra þegar „sukkið“ hófst. Birkir viðurkennir mistök sín í máli þessu og lofar bót og betrun. En er það nóg, verða ekki þeir sem bera ábyrgð á austri fjármagns úr ríkissjóði án nokkurs eftirlits, að axla þá ábyrgð? Ber Birki ekki að víkja úr fjárlaganefnd og jafnvel af þingi? Á ekki að vísa máltilbúningi ráðuneytisins og starfsmanna þess til lögregluyfirvalda? Birkir hefur margoft verið svo forhertur að gefa í skyn að starfsmenn ráðuneytisins beri ábyrgðina. Komast verður að því hverjir gáfu fyrirmælin um greiðslur til Byrgisins á forsendum samnings sem ekki var undirritaður og því enginn samningur. Fólk sem tekur ákvörðun um að greiða vafasömum aðilum út stórar fjárhæðir án nokkurrar heimildar, þar sem enginn samningur var undirritaður, er að brjóta reglur og ber því að gjalda fyrir það. Ef þeir sem eftirlitsskyldu báru við úthlutun fjármunanna hefðu sinnt skyldu sinni hefði hugsanlega mátt koma í veg fyrir mikinn harmleik sem viðgekkst í skugga stjórnvalda. Því á að vísa máli Byrgisins til dómstóla eins og um fjárdrátt hafi verið að ræða. Vinnubrögð Birkis koma ekki á óvart. Ummæli hans um ágæti manna sem hafa logið og svikið sanna dómgreindarskort hans. Birkir virðist ekki hafa þroska né siðferðisvitund til að greina rétt frá röngu. Ef Birkir Jón Jónsson á aðild að spillingunni í félagsmálaráðuneytinu á hann ekki aðeins að segja af sér sem formaður fjárlaganefndar heldur einnig sem þingmaður og sveitarstjórnarmaður í Fjallabyggð. Slík er siðblindan. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri á Siglufirði.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar