Réttlát og óhlutdræg málsmeðferð? 16. febrúar 2007 05:00 Við aðalmeðferð í svokölluðu Baugsmáli þann 13. febrúar sl. krafðist verjandi ákærða Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að ég viki af dómþingi meðan skýrsla væri tekin af ákærða. Kröfu þessari mótmælti ég þar sem ég ætti skýlausan rétt lögum samkvæmt að vera viðstaddur aðalmeðferð í máli þar sem ég sætti ákæru um refsiverða háttsemi. Þrátt fyrir mótmæli verjanda míns tók dómsformaður þá ákvörðun að ég skyldi víkja af þinginu meðan skýrsla væri tekin af ákærða Jóni Ásgeiri. Verjandi minn krafðist rökstuðnings fyrir ákvörðuninni eða úrskurðar um að ég viki af þinginu. Dómsformaður neitaði að verða við þessum kröfum okkar og vísaði mér út með frekar dónalegum hætti. Þar sem þetta er opið þinghald og allir fjölmiðlar landsins viðstaddir þá er þessi ákvörðun Arngríms Ísbergs með öllu óskiljanleg, kannski treystir hann Morgunblaðinu betur með að koma á framfari þeim framburði sem Jón Ásgeiri ber fyrir dómi. Ég les þá bara Moggann. Málsmeðferð þessi sem ég þarf að sæta er bæði ranglát og óskiljanleg með öllu. Ákvörðun dómsformannsins um að ég skyldi víkja af þinginu er efnislega röng. Í 4. mgr. 129. gr. laga um meðferð opinberra mála segir að ákærði eigi rétt á að vera við aðalmeðferð máls. Dómari geti þó ákveðið að ákærði víki af þingi meðan skýrsla er tekin af vitni eða meðákærða ef nærvera hans geti verið sérstaklega íþyngjandi eða geti haft áhrif á framburð viðkomandi, sbr. 6. mgr. 59. gr. laganna. Þessar undantekningar frá meginreglunni um að ákærði eigi rétt á að vera viðstaddur aðalmeðferðina eiga augljóslega ekki við í máli þessu. Þá vekur það furðu og er í raun óskiljanlegt að því skuli vera neitað að verða við kröfum um rökstuðning fyrir ákvörðuninni, sérstaklega í ljósi þess að ég hef engin lagaúrræði til að óska endurskoðunar á henni. Það hlýtur að vera réttmæt krafa að dómari rökstyðji ákvörðun sem er í andstöðu við meginreglur um rétt ákærðs manns til að vera viðstaddur aðalmeðferð í máli sínu. Það verður því ekki betur séð en að brotið sé gegn grundvallarréttindum mínum um að fá að vera viðstaddur aðalmeðferð í málinu og verja mig. Þegar litið er til alls þessa er skiljanlegt að ég dragi í efa óhlutdrægni dómsins í máli þessu eins og ég gerði þegar ég krafðist að dómsformaður viki sæti við meðferð þessa máls. Það er með öllu óskiljanlegt að dómarar sem tóku þá afstöðu í fyrra málinu, að framburður minn sem vitnis hefði minna sönnunargildi en ella þar sem ég bæri þungan hug til Jóns Ásgeirs, teljist ekki vanhæfir til að fara með mál þetta. Þegar dómarar hafa tekið slíka huglæga afstöðu við mat á framburði mínum eru gild rök til að draga óhlutdrægni þeirra í efa í máli þessu, sérstaklega þegar sömu aðila eiga í hlut og í fyrra málinu. Ekki minnkar sá efi þegar mér er nú vikið af þinginu án rökstuðnings. Höfundur er athafnamaður. Það verður því ekki betur séð en að brotið sé gegn grundvallarréttindum mínum um að fá að vera viðstaddur aðalmeðferð í málinu og verja mig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við aðalmeðferð í svokölluðu Baugsmáli þann 13. febrúar sl. krafðist verjandi ákærða Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að ég viki af dómþingi meðan skýrsla væri tekin af ákærða. Kröfu þessari mótmælti ég þar sem ég ætti skýlausan rétt lögum samkvæmt að vera viðstaddur aðalmeðferð í máli þar sem ég sætti ákæru um refsiverða háttsemi. Þrátt fyrir mótmæli verjanda míns tók dómsformaður þá ákvörðun að ég skyldi víkja af þinginu meðan skýrsla væri tekin af ákærða Jóni Ásgeiri. Verjandi minn krafðist rökstuðnings fyrir ákvörðuninni eða úrskurðar um að ég viki af þinginu. Dómsformaður neitaði að verða við þessum kröfum okkar og vísaði mér út með frekar dónalegum hætti. Þar sem þetta er opið þinghald og allir fjölmiðlar landsins viðstaddir þá er þessi ákvörðun Arngríms Ísbergs með öllu óskiljanleg, kannski treystir hann Morgunblaðinu betur með að koma á framfari þeim framburði sem Jón Ásgeiri ber fyrir dómi. Ég les þá bara Moggann. Málsmeðferð þessi sem ég þarf að sæta er bæði ranglát og óskiljanleg með öllu. Ákvörðun dómsformannsins um að ég skyldi víkja af þinginu er efnislega röng. Í 4. mgr. 129. gr. laga um meðferð opinberra mála segir að ákærði eigi rétt á að vera við aðalmeðferð máls. Dómari geti þó ákveðið að ákærði víki af þingi meðan skýrsla er tekin af vitni eða meðákærða ef nærvera hans geti verið sérstaklega íþyngjandi eða geti haft áhrif á framburð viðkomandi, sbr. 6. mgr. 59. gr. laganna. Þessar undantekningar frá meginreglunni um að ákærði eigi rétt á að vera viðstaddur aðalmeðferðina eiga augljóslega ekki við í máli þessu. Þá vekur það furðu og er í raun óskiljanlegt að því skuli vera neitað að verða við kröfum um rökstuðning fyrir ákvörðuninni, sérstaklega í ljósi þess að ég hef engin lagaúrræði til að óska endurskoðunar á henni. Það hlýtur að vera réttmæt krafa að dómari rökstyðji ákvörðun sem er í andstöðu við meginreglur um rétt ákærðs manns til að vera viðstaddur aðalmeðferð í máli sínu. Það verður því ekki betur séð en að brotið sé gegn grundvallarréttindum mínum um að fá að vera viðstaddur aðalmeðferð í málinu og verja mig. Þegar litið er til alls þessa er skiljanlegt að ég dragi í efa óhlutdrægni dómsins í máli þessu eins og ég gerði þegar ég krafðist að dómsformaður viki sæti við meðferð þessa máls. Það er með öllu óskiljanlegt að dómarar sem tóku þá afstöðu í fyrra málinu, að framburður minn sem vitnis hefði minna sönnunargildi en ella þar sem ég bæri þungan hug til Jóns Ásgeirs, teljist ekki vanhæfir til að fara með mál þetta. Þegar dómarar hafa tekið slíka huglæga afstöðu við mat á framburði mínum eru gild rök til að draga óhlutdrægni þeirra í efa í máli þessu, sérstaklega þegar sömu aðila eiga í hlut og í fyrra málinu. Ekki minnkar sá efi þegar mér er nú vikið af þinginu án rökstuðnings. Höfundur er athafnamaður. Það verður því ekki betur séð en að brotið sé gegn grundvallarréttindum mínum um að fá að vera viðstaddur aðalmeðferð í málinu og verja mig.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar