Innlent

Útkall vegna reykvélar

Lögregla fór á vettvang og kallað var á slökkvilið þegar mikinn reyk lagði frá bílasölu á Funahöfða í nótt.

Brátt kom í ljós að engin hætta var á ferðum, heldur hafði reykvél, sem notuð er við kvikmyndatökur, fest sig í botni og spúði reyk allt hvað af tók, þar til mönnum datt það snjallræði í hug að slökkva á henni. Ekkert tjón hlaust af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×