Handbolti

Hamburg vann toppslaginn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr þýska handboltanum.
Úr þýska handboltanum.

Hamburg komst í kvöld á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með því að vinna Kiel í sannkölluðum stórleik. Þarna mættust tvö efstu lið deildarinnar á heimavelli Kiel og var leikurinn frábær skemmtun.

Kiel hafði eins marks forystu í hálfleik en á endanum vann Hamburg 31-30 útisigur.

Með þessum frábæra sigri komst Hamburg í efsta sæti deildarinnar með 21 stig, stigi meira en Kiel sem var á toppnum fyrir leikinn. Nordhorn kemur svo í þriðja sætinu með nítján stig. Kiel hefur leikið leik meira en hin tvö liðin.

Annar leikur var í deildinni í kvöld, Großwallstadt vann Magdeburg 34-30. Þetta var fyrsti leikur Magdeburgar undir stjórn Stefan Kretzchmar og Helmut Kurrat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×