Í hverju fælist ósigurinn? 27. október 2007 14:06 Björn Ingi Hrafnsson skrifar: Pólitískt hópslys, kallar tímaritið Mannlíf þá katastrófu sem borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna eiddist út í. Þar er mörgum og áleitnum spurningum ósvarað," skrifaði Hrafn Jökulsson í dálki sínum íViðskiptablaðinu í gær. Og hann bætti við: „Sú áhugaverðasta er: Hvað dreif fólk áfram? Það dugir ekki að vísa í hugsjónir um að opinber fyrirtæki eigi ekki að makka á einkamarkaði. Sjálfstæðismenn stofnuðu REI."Er þetta ekki einmitt kjarni málsins? Á leiðarasíðu Fréttablaðsins á miðvikudag, bendir Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins, einmitt á þetta og rifjar upp gömul og ný ummæli Illuga Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, máli sínu til stuðnings. Upprifjunin er eðlileg og í raun mætti bæta við spurningum: Af hverju taldi Sjálfstæðisflokkurinn það í lagi fyrir stuttu síðan að fara í útrás á sviði orkumála, en telur það ekki lengur? Hvað hefur breyst síðan félagi minn í stjórn Orkuveitunnar og þáverandi stjórnarformaður, Guðlaugur Þór Þórðarson, tilkynnti að á vegum REI yrði farið í útrás ásamt einkaaðilum? Hvað hefur breyst síðan þáverandi borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, skrifaði undir viljayfirlýsingu um samstarf á sviði jarðhitamála í Djíbútí? Eða er ætlunin að halda því fram nú að þetta hafi aðeins verið umboðslausir menn? Þorsteinn Pálsson, hinn ritstjóri Fréttablaðsins, fjallar um sömu álitaefni í forystugrein í gær. Gerir ritstjórinn því skóna í niðurlagi sínu að í þessum málum sé uppi slíkur grundvallarágreiningur millum Framsóknarflokks og Vinstri grænna í borgarstjórn að ósamrýmanlegt sé án einhvers meiriháttar uppgjörs. Með öðrum orðum: Niðurstaða náist ekki í málinu nema annaðhvort ég eða Svandís Svavarsdóttir lúti í gras, svo notað sé tungutak ritstjórans sem er auðvitað alvanur skylmingum á hinum pólitíska velli, sem fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Við þessa fullyrðingu er ýmislegt að athuga. Góð samstaða hefur verið í borgarstjórn Reykjavíkur um útrás í orkumálum. Þar hefur enginn ágreiningur verið milli Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. Ekki heldur við Samfylkingu eða F-lista. Og þar til nú heldur ekki við Sjálfstæðisflokkinn, eða að minnsta kosti ekki við Orkuveituarm hans. Deilan snýst um sameiningu REI og einkafyrirtækisins Geysir Green Energy og hvernig staðið var að henni. Nýr borgarstjórnarmeirihluti ákvað að taka á þessum álitaefnum af festu og fumleysi. Í fyrsta sinn í Íslandssögunni var stofnuð þverpólitísk nefnd til að skoða aðdraganda málsins og fá allar staðreyndir upp á borðið. Hvað hefur oft verið talað um slíkar nefndir, en ekkert orðið úr? Öll þessi vinna var sett af stað af heilindum og í því skyni að eyða tortryggni og auka traust. Ljóst er, að komi upp efasemdir um lögmæti undirbúnings og vinnubragða í samrunaferlinu verður að taka þau mál upp aftur. Sjálfur hef ég stungið upp á því að endurtaka eigendafund til að eyða vafa um fundarboðun og umboð borgarstjóra í málinu. Af sjálfu leiðir að þær ákvarðanir sem þar voru teknar, sæti þá að sama skapi endurskoðun og umræðu í samfélaginu. Orkuveita Reykjavíkur er sameign stórs hluta almennings í þessu landi. Það að hún fái að njóta vafans er sjálfsagt mál og í því er enginn ósigur fólginn fyrir mig, enda sannfæringin um möguleikana í útrásinni enn til staðar og raunar sem aldrei fyrr. Miklu fremur mætti halda því fram að í því felist enn frekari vísbending um að ég hafi ekkert að fela í málinu, en sé tilbúinn að skoða það frá öllum hliðum. Ósigurinn sem hefði fylgt því að fylgja ekki sannfæringu sinni, heldur keyra málið áfram og selja strax hlut almennings í REI til að lægja innbyrðis öldur í sundruðum borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins hefði hins vegar verið stór og sársaukafullur. Enda kom hann aldrei til álita. Og því fór sem fór. Höfundur er formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson skrifar: Pólitískt hópslys, kallar tímaritið Mannlíf þá katastrófu sem borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna eiddist út í. Þar er mörgum og áleitnum spurningum ósvarað," skrifaði Hrafn Jökulsson í dálki sínum íViðskiptablaðinu í gær. Og hann bætti við: „Sú áhugaverðasta er: Hvað dreif fólk áfram? Það dugir ekki að vísa í hugsjónir um að opinber fyrirtæki eigi ekki að makka á einkamarkaði. Sjálfstæðismenn stofnuðu REI."Er þetta ekki einmitt kjarni málsins? Á leiðarasíðu Fréttablaðsins á miðvikudag, bendir Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins, einmitt á þetta og rifjar upp gömul og ný ummæli Illuga Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, máli sínu til stuðnings. Upprifjunin er eðlileg og í raun mætti bæta við spurningum: Af hverju taldi Sjálfstæðisflokkurinn það í lagi fyrir stuttu síðan að fara í útrás á sviði orkumála, en telur það ekki lengur? Hvað hefur breyst síðan félagi minn í stjórn Orkuveitunnar og þáverandi stjórnarformaður, Guðlaugur Þór Þórðarson, tilkynnti að á vegum REI yrði farið í útrás ásamt einkaaðilum? Hvað hefur breyst síðan þáverandi borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, skrifaði undir viljayfirlýsingu um samstarf á sviði jarðhitamála í Djíbútí? Eða er ætlunin að halda því fram nú að þetta hafi aðeins verið umboðslausir menn? Þorsteinn Pálsson, hinn ritstjóri Fréttablaðsins, fjallar um sömu álitaefni í forystugrein í gær. Gerir ritstjórinn því skóna í niðurlagi sínu að í þessum málum sé uppi slíkur grundvallarágreiningur millum Framsóknarflokks og Vinstri grænna í borgarstjórn að ósamrýmanlegt sé án einhvers meiriháttar uppgjörs. Með öðrum orðum: Niðurstaða náist ekki í málinu nema annaðhvort ég eða Svandís Svavarsdóttir lúti í gras, svo notað sé tungutak ritstjórans sem er auðvitað alvanur skylmingum á hinum pólitíska velli, sem fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Við þessa fullyrðingu er ýmislegt að athuga. Góð samstaða hefur verið í borgarstjórn Reykjavíkur um útrás í orkumálum. Þar hefur enginn ágreiningur verið milli Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. Ekki heldur við Samfylkingu eða F-lista. Og þar til nú heldur ekki við Sjálfstæðisflokkinn, eða að minnsta kosti ekki við Orkuveituarm hans. Deilan snýst um sameiningu REI og einkafyrirtækisins Geysir Green Energy og hvernig staðið var að henni. Nýr borgarstjórnarmeirihluti ákvað að taka á þessum álitaefnum af festu og fumleysi. Í fyrsta sinn í Íslandssögunni var stofnuð þverpólitísk nefnd til að skoða aðdraganda málsins og fá allar staðreyndir upp á borðið. Hvað hefur oft verið talað um slíkar nefndir, en ekkert orðið úr? Öll þessi vinna var sett af stað af heilindum og í því skyni að eyða tortryggni og auka traust. Ljóst er, að komi upp efasemdir um lögmæti undirbúnings og vinnubragða í samrunaferlinu verður að taka þau mál upp aftur. Sjálfur hef ég stungið upp á því að endurtaka eigendafund til að eyða vafa um fundarboðun og umboð borgarstjóra í málinu. Af sjálfu leiðir að þær ákvarðanir sem þar voru teknar, sæti þá að sama skapi endurskoðun og umræðu í samfélaginu. Orkuveita Reykjavíkur er sameign stórs hluta almennings í þessu landi. Það að hún fái að njóta vafans er sjálfsagt mál og í því er enginn ósigur fólginn fyrir mig, enda sannfæringin um möguleikana í útrásinni enn til staðar og raunar sem aldrei fyrr. Miklu fremur mætti halda því fram að í því felist enn frekari vísbending um að ég hafi ekkert að fela í málinu, en sé tilbúinn að skoða það frá öllum hliðum. Ósigurinn sem hefði fylgt því að fylgja ekki sannfæringu sinni, heldur keyra málið áfram og selja strax hlut almennings í REI til að lægja innbyrðis öldur í sundruðum borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins hefði hins vegar verið stór og sársaukafullur. Enda kom hann aldrei til álita. Og því fór sem fór. Höfundur er formaður borgarráðs.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar