Formúla 1

Hamilton vonsvikinn að mæta ekki Schumacher

NordicPhotos/GettyImages

Breski nýliðinn Lewis Hamilton hefur viðurkennt að hann sé mjög vonsvikinn yfir hann muni aldrei fá tækifæri til að keppa við Michael Schumacher í formúlunni. Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari í íþróttinni, og sigraði 91 sinnum á 15 ára ferli. Schumacher hætti svo í fyrra, áður en Hamilton keppti í sinni fyrstu keppni.

„Þegar ég heyrði að hann væri að hætta blótaði ég og vonaðist til að hann myndi taka eitt tímabil í viðbót svo að við gætum keppt á brautinni," sagði Hamilton. „Ég hitti hann í fyrra og mér líkaði vel við hann. Ég hafði heyrt að hann væri hrokafullur og leiðinlegur, en hann tók sér tíma til að tala við mig." Hamilton er með bestan árangur ökuþóra eins og er, 12 stigum fyrir ofan núverandi heimsmeistara, Fernando Alonso.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×