Innlent

Matvæli dýrust á Íslandi samkvæmt evrópskri könnun

Verð á matvælum, áfengi og tóbaki er 61 prósent hærra á Íslandi en að meðaltali í ríkjum Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í niðurstöðum evrópskrar könnunar. Verð var næst hæst í Noregi þar sem það mældist 56 prósent yfir meðaltali. Sé skattalækkunin í mars tekin inn í dæmið er verð engu að síður hæst á Íslandi samkvæmt Hagstofunni.

Könnunin var náði til 27 ríkja Evrópusambandsins auk 9 annarra Evrópuríkja en það var Eurostat, Hagstofa Evrópusambandsins, sem stóð að könnuninni sem gerð var vorið 2006.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinna var hlutfallslegt verðlag matvæla á Íslandi hæst eða 61 prósent hærra en að meðaltali í þeim 25 ríkjum sem tilheyrðu Evróupsambandinu. Í Noregi var verðlag 56 prósent hærra, í Danmörku 39 prósent en tæpum 20 prósent í Svíþjóð og Finnlandi.

Í könnuninni var miðað við meðalverðlag og meðalgengi ársins 2006. Fram kemur í tikynningu frá Hagstofunni að verð á matvælum á Íslandi hafi lækkað um 2,7 prósent frá árinu 2006 til 2007 en gengi íslensku krónunnar hækkað um 3,2 prósent á sama tímabili.

Miðað við þessa forsendur ásamt verð- og gengisþróun í hinum löndunum var hlutfallslegt verðlag á Íslandi heldur lægra í maí 2007 en í könnun Eurostat eða 57 prósent hærra en að meðaltali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×