Innlent

Þjóðhagslega hagkvæmt að draga úr þorskveiðum

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Forstöðumaður Hagfræðistofnunar segir þjóðhagslega hagkvæmt að draga verulega úr þorskveiðum á næsta ári. Minni þorskveiði mun koma harðast niður á Vestfirðingum, þar sem þorskveiðar vega mikið í atvinnumálum heimamanna.

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands kynnti í dag skýrslu sína um þjóðhagsleg áhrif aflareglu. Niðurstöðurnar eru nokkuð í takt við tillögur Hafrannsóknarstofnunar en Hagfræðistofnun telur að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að draga verulega úr þorskveiðum. Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Íslands, segir hagkvæmast að draga úr veiðunum þar til þorskstofninn hefur náð að jafna sig.

Niðurstöðurnar sýna einnig að verði dregið úr kvóta mun það koma harðast niður á Vestfirðingum. Gunnar segir ljóst að það muni hafa talsverð áhrif á nokkur svæði landsins að draga úr veiðunum en Hagfræðistofnun meti það hagkvæmast fyrir þjóðina í heild að fara þá leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×