Innlent

Fræðsluvefurinn opnaður

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Guðlaugur Þór naut aðstoðar Dagnýjar Fjólu Birgisdóttur, nemanda úr Breiðagerðisskóla við að opna vefinn.
Guðlaugur Þór naut aðstoðar Dagnýjar Fjólu Birgisdóttur, nemanda úr Breiðagerðisskóla við að opna vefinn.

 

„Fræðsluvefurinn verður í stöðugri þróun í samráði við fræðsluyfirvöld í Reykjavík með það að markmiði að þróa fræðsluefni um raunvísindi, orku- og umhverfismál á vefnum sem nýst gæti við kennslu í skólum borgarinnar," segir í tilkynningu frá Orkuveitunni.

Á fræðsluvefnum er einnig að finna margvíslegar upplýsingar um fyrirtækið og sögu þess, margvíslegt efni um Elliðaárdalinn og Elliðaárnar, fjallað er um veiðina þar og svo mætti áfram telja. Margskonar fróðleik verður að finna á vefnum, en einnig ýmsar upplýsingar og skemmtiefni sem bæði börn og fullorðnir geta haft gaman af.

Í tilkynningunni er Fræðsluvefurinn sjálfur sagður einstakur vegna þess að efni hans er sýnt á hágæða myndböndum í stað texta og mynda eins og á hefðbundnum vefsíðum. „Myndefnið er í háum gæðum og myndirnar mun skarpari en t.d. í sjónvarpi. Á Fræðsluvefnum er nýtt besta tækni sem völ er á í heiminum í dag til þess að miðla myndefni á internetinu."

Fræðsluvefinn má skoða hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×