Innlent

Grafið undan eignarréttinum með reykingabanni

Stjórnvöld grafa undan eignarrétinum með því að banna reykingar á veitinga- og skemmtistöðum að mati Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Í ályktun frá Heimdalli kemur fram að með reykingabanninu taki stjórnvöld fram fyrir hendur eigenda og rekstraraðila skemmtistaða, kaffi- og veitingahúsa.

Þeim hafi hingað til verið í sjálfsvald sett að ákveða hvort reykingar séu heimilaðar á eign þeirra og nú séu starfrækt reyklaus kaffihús fyrir þá sem það frekar kjósa. „Þar sem valið er til staðar á markaðinum er eðlilegast að neytendur standi frammi fyrir valinu og þar af leiðandi þarf ekki afskipti löggjafans," segja Heimdellingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×