Ákæruliðum í Baugsmáli vísað aftur í hérað Björn Gíslason skrifar 1. júní 2007 15:13 Hæstiréttur vísaði í dag níu ákæruliðum og hluta af tveimur öðrum í endurákæru Baugsmálsins aftur til héraðs en þeim hafði verið vísað frá héraði. Meðal ákæruliðanna sem héraðsdómur verður að taka afstöðu til er ákæra á hendur Jóni Gerald Sullenberger. Það var Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sem áfrýjaði frávísunum til Hæstaréttar.Um er að ræða ákæruliði 2-9 þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, er ákærður fyrir að hlutast til um ólögleg lán í gegnum Baug til félaganna Gaums og Fjárfars og systur sinnar Kristínar Jóhannesdóttur. Þessum ákæruliðum var vísað frá á grundvelli óskýrra refsiheimilda.Í rökstuðningi sínum fyrir því að vísa ákæruliðum 2-9 aftur í hérað segir Hæstiréttur að annmarkar á skýrleika refsiheimildar geti ekki út af fyrir sig leitt til þess að máli verði vísað frá.Dómurinn staðfestir hins vegar aðalfrásvísun í ákærulið tíu þar sem Jón Ásgeir er aðallega sakaður um bókhaldsbrot en varakröfunni í ákæruliðnum er vísað aftur heim í hérað. Þar er Jóni Ásgeiri gefið að sök brot á hlutafélagalögum með því að lána félaginu Fjárfari 50 milljónir til hlutabréfa kaupa í Baugi.net.Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsmannaq, var ákærður í einum ákærulið endurákærunnar, fyrir að aðstoða við bókhaldsbrot með því að búa til tilhæfulausan kreditreikning frá Nordica sem færður var til tekna Baugi í bókhaldi þess.Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, voru sakfelldir fyrir þennan ákærulið í héraðsdómi en ákæru á hendur Jóni Geraldi vísað frá á þeim grundvelli að á fyrri stigum málsins hefði hann haft stöðu vitnis en ekki sakbornings við skýrslutökur hjá lögreglu.Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að ein skýrsla hefði verið tekin af Jóni Geraldi sem sakborningi eftir að settur ríkissaksóknari tók við málinu og hefði sú lögreglurannsókn lagt nægilegan grundvöll að útgáfu á ákæru gegn honum. Væri því ekki efni til að vísa sakargiftum á hendur honum frá dómi vegna þess hvernig rannsókn hefði verið hagað á fyrri stigum Baugsmálsins enda kæmi hún að því leyti ekki til álita við úrlausn málsins.19. og síðasta ákærulið endurákærunnar, þar sem Tryggva Jónssyni var gefinn að sök fjárdráttur frá Baugi með American Express korti, var einnig vísað frá héraðsdómi þar sem verknaðarlýsing í ákæru taldist óljós. Því var Hæstiréttur ekki sammála og vísaði ákæruliðnum aftur heim í hérað.Héraðsdómur dæmdi í síðasta mánuði Jón Ásgeir Jóhannesson í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa útbúið ofangreindan kreditreikning. Þá var Tryggvi Jónsson dómdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi en hann var sakfelldur fyrir ferns konar bókhaldsbrot. Báðir lýstu því yfir að þeir myndu áfrýja dómnum en ekki liggur fyrir hvenær sú áfrýjun verður tekin fyrir í Hæstarétti. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Hæstiréttur vísaði í dag níu ákæruliðum og hluta af tveimur öðrum í endurákæru Baugsmálsins aftur til héraðs en þeim hafði verið vísað frá héraði. Meðal ákæruliðanna sem héraðsdómur verður að taka afstöðu til er ákæra á hendur Jóni Gerald Sullenberger. Það var Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sem áfrýjaði frávísunum til Hæstaréttar.Um er að ræða ákæruliði 2-9 þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, er ákærður fyrir að hlutast til um ólögleg lán í gegnum Baug til félaganna Gaums og Fjárfars og systur sinnar Kristínar Jóhannesdóttur. Þessum ákæruliðum var vísað frá á grundvelli óskýrra refsiheimilda.Í rökstuðningi sínum fyrir því að vísa ákæruliðum 2-9 aftur í hérað segir Hæstiréttur að annmarkar á skýrleika refsiheimildar geti ekki út af fyrir sig leitt til þess að máli verði vísað frá.Dómurinn staðfestir hins vegar aðalfrásvísun í ákærulið tíu þar sem Jón Ásgeir er aðallega sakaður um bókhaldsbrot en varakröfunni í ákæruliðnum er vísað aftur heim í hérað. Þar er Jóni Ásgeiri gefið að sök brot á hlutafélagalögum með því að lána félaginu Fjárfari 50 milljónir til hlutabréfa kaupa í Baugi.net.Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsmannaq, var ákærður í einum ákærulið endurákærunnar, fyrir að aðstoða við bókhaldsbrot með því að búa til tilhæfulausan kreditreikning frá Nordica sem færður var til tekna Baugi í bókhaldi þess.Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, voru sakfelldir fyrir þennan ákærulið í héraðsdómi en ákæru á hendur Jóni Geraldi vísað frá á þeim grundvelli að á fyrri stigum málsins hefði hann haft stöðu vitnis en ekki sakbornings við skýrslutökur hjá lögreglu.Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að ein skýrsla hefði verið tekin af Jóni Geraldi sem sakborningi eftir að settur ríkissaksóknari tók við málinu og hefði sú lögreglurannsókn lagt nægilegan grundvöll að útgáfu á ákæru gegn honum. Væri því ekki efni til að vísa sakargiftum á hendur honum frá dómi vegna þess hvernig rannsókn hefði verið hagað á fyrri stigum Baugsmálsins enda kæmi hún að því leyti ekki til álita við úrlausn málsins.19. og síðasta ákærulið endurákærunnar, þar sem Tryggva Jónssyni var gefinn að sök fjárdráttur frá Baugi með American Express korti, var einnig vísað frá héraðsdómi þar sem verknaðarlýsing í ákæru taldist óljós. Því var Hæstiréttur ekki sammála og vísaði ákæruliðnum aftur heim í hérað.Héraðsdómur dæmdi í síðasta mánuði Jón Ásgeir Jóhannesson í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa útbúið ofangreindan kreditreikning. Þá var Tryggvi Jónsson dómdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi en hann var sakfelldur fyrir ferns konar bókhaldsbrot. Báðir lýstu því yfir að þeir myndu áfrýja dómnum en ekki liggur fyrir hvenær sú áfrýjun verður tekin fyrir í Hæstarétti.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira