Innlent

Nemendur í Suðvesturkjördæmi komu best út úr samræmdum prófum

Nemendur í Hlíðaskóla.
Nemendur í Hlíðaskóla. MYND/GVA

Grunnskólanemendur í Suðvesturkjördæmi stóðu sig að meðaltali best í samræmdu prófunum í vor samkvæmt tölum Námsmatsstofnunar. Fengu þeir að meðaltali 0,1 hærra í meðaleinkunn en nemendur í Reykjavík sem stóðu sig næst best. Lægstu meðaleinkunn fengu nemendur í Suðurkjördæmi.

Samkvæmt tölu Námsmatsstofnunar voru nemendur í Suðvesturkjördæmi með hæstu meðaleinkunn í fjórum af þeim sex fögum sem prófað var í. Aðeins í náttúrufræði stóðu nemendur í Reykjavík sig betur og þá var meðaleinkunn nemenda í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi jöfn í samfélagsfræðum.

Meðaleinkunn í samræmdum prófum skipt eftir kjördæmum:

  • Suðvesturkjördæmi 6,7
  • Reykjavík 6,6
  • Norðausturkjördæmi 6,2
  • Norðvesturkjördæmi 5,9
  • Suðurkjördæmi 5,7



Fleiri fréttir

Sjá meira


×