Vonbrigði að falla jafnmikið milli ára 23. maí 2007 06:00 Niðurstöður kynntar í samkeppnishæfnisrannsókn Frosti Ólafsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, Erlendur Hjaltason, formaður ráðsins, og Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, kynntu niðurstöður í samanburði á samkeppnishæfni þjóða á fundi fyrir helgi. MYND/GVA Ísland fellur úr fjórða sæti í það sjöunda í samanburði IMD-viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni þjóða. Viðskiptaráð Íslands og Glitnir kynntu niðurstöður könnunarinnar fyrir helgi. Þar var breytt staða þjóðarinnar í samanburðinum nefnd „fórnarkostnaður velgengninnar“ því uppgangur í efnahagslífinu hér hefði getið af sér misvægi og óstöðugleika sem kæmi niður á samkeppnishæfninni í mælingu IMD. Í könnuninni er metin sam-keppnishæfni 55 landa út frá yfir 300 hagvísum og svörum frá áhrifamönnum í viðskiptalífinu. Hagvísarnir eru látnir vega að tveimur þriðju á móti svörunum sem fást í könnuninni og niðurstöðurnar svo bornar saman á milli landa. Mikil reynsla er komin á framkvæmd könnunar IMD, sem gerð hefur verið allt frá árinu 1989 og niðurstöðurnar birtar á ári hverju. Þær eru sagðar gefa raunhæfa og samanburðarhæfa mynd af hagkerfi og viðskiptaumhverfi landanna sem könnunin tekur til.Efnahagsþensla dregur okkur niðurÍ amerískri byggingavöruverslun Bandaríkjamenn eru efstir á blaði þegar borin er saman samkeppnishæfni þjóða. Þeir hafa engu að síður fallið á sumum sviðum um nokkur sæti milli ára, svo sem í mælingu á því hversu vel er staðið að rekstri fyrirtækja þar í landi. Markaðurinn/APFrosti Ólafsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, sem kynnti niðurstöður könnunarinnar, segir sætafall landsins í raun mega kalla „fórnarkostnað velgengninnar“ því viðskiptahalli, verðbólga og hagstærðir sem komnar séu úr jafnvægi sökum þenslu hafi áhrif á samkeppnishæfnina, þótt landið standi mjög vel á mörgum sviðum. „Þenslan skilar ákveðnum fórnarkostnaði og við þá þætti glímum við nú,“ segir Frosti.„Niðurstaðan er hins vegar ekki alslæm og margt forvitnilegt kemur í ljós þegar niðurstöður könnunarinnar eru skoðaðar betur,“ bætir hann við. „Könnuninni er skipt niður í fjóra þætti; skilvirkni hins opinbera, efnhagslega frammistöðu, skilvirkni viðskiptalífsins og innviði samfélagsins.“ Innan flokkanna, þegar litið er hjá lækkunartilefna vegna efnahagsástands, segir Frosti leynast framfarir.Hann segir til dæmis koma í ljós varðandi skilvirkni hins opinbera að skriffinnska sé hér í lágmarki og skrifræði lítið í tengslum við viðskiptalífið. „Þá komum við best út hvað varðar sveigjanleika vinnumarkaðar og regluverks í kringum hann. Þetta er sama niðurstaða og í fyrra og endurspeglast meðal annars í háu atvinnustigi sem hér hefur verið nær sleitulaust síðustu áratugina.“ Veikleikana þarna segir Frosti hins vegar helst tengjast því að peningamálastefna Seðlabankans stangist á við fjármálastefnu hins opinbera. „Þetta endurspeglast ekki bara í hagstærðunum heldur kemur líka fram í svörum þeirra sem leitað var álits hjá. Þeim finnst þessi mál ekki hafa verið í nógu góðum farvegi.“Sömuleiðis draga þjóðina niður á listanum þættir á borð við fjármagnskostnað og stöðugleika gjaldmiðilsins. „En helst er jákvætt við þetta að veikleikana má annars vegar rekja til smæðar landsins, sem við getum jú lítið gert í, og hins vegar til skammtímaþátta.“ Þá vegur viðskiptahallinn þungt á veikleikakvarðanum, en Frosti bendir um leið á að Viðskiptaráð hafi mælst til þess að ef til vill væri kominn tími til að huga að aðferðafræði við mælingu hans og framsetningu. Helst snýr þetta að útreikningi erlendra eigna á móti skuldum fyrirtækja hér.Varðandi skilvirkni atvinnulífs er Ísland í öðru sæti þriðja árið í rðð. Atvinnuþátttaka mælist hér sú þriðja hæsta, atvinnuleysi minnst og fjárfesting mikil. Krónan dregur hins vegar úr árangri sem metinn er af virkum hlutabréfamarkaði og miklum vexti sem í honum hefur verið vegna metinnar áhættu af sveiflum á gengi hennar. Sömuleiðis bendir Frosti á að þótt Ísland kunni að falla í einhverjum málaflokkum geti það líka stafað af því að aðrar þjóðir hafi bætt sig meira en við. „Það er ekki þannig að Ísland versni í þessum málaflokkum öllum milli ára.“Ísland hækkar svo um tvö sæti þegar horft er til innviða hagkerfisins, en þar segir Frosti að „langtímamál“ skili okkur ofarlega. Þarna vega menntamál þungt, við erum með hæsta hlutfall landsframleiðslu sem fer í menntamál, há skráning í framhaldsnám og mat stjórnenda er að fólk sé almennt vel menntað og hæft þegar það kemur til starfa. Orkumálin hafa líka góð áhrif á niðurstöðuna, mengun er lítil og landið líka með hæst hlutfall heimila sem tengd eru við internetið. „Helsta áhyggjuefnið er hins vegar þessi hátæknimál, en jákvætt væri að auka hlutdeild hátækniútflutings frá landinu. Fá einkaleyfi eru skráð hér, hvort sem það er vegna regluverks eða annarra þátta.“Á heildina segir Frosti niðurstöðuna góða þótt vinda þurfi ofan af framleiðsluspennu því landið standi vel í ýmsum langtímaþáttum. „Mikilvægt er að halda áfram á braut efnahags- og skattalegra framfara því langtímabyr sem við höfum notið á þessum lista má að miklum hluta rekja til þeirra grundvallarbreytinga sem hér hafa verið gerðar. Þótt við föllum um þrjú sæti nú viljum við helst horfa til langtímaþróunarinnar. Hún virðist jákvæð og við höfum fest okkur í sessi í efstu tíu sætunum.“Ástæða lækkunarinnar er áhyggjuefniHindrar fjárfestingu Á kynningarfundi Viðskiptaráðs Íslands og Glitnis um nýja skýrslu IMD um samkeppnishæfni landa kom fram að krónan virkaði hamlandi á samkeppnishæfni hér á landi vegna þess að hún fældi frá erlenda fjárfestingu.Markaðurinn/GVA„Gaman er að sjá hversu talnasamanburður getur verið góður til að meta stöðu einstakra hagkerfa og í þessu tilviki samkeppnishæfnina. Úr þessu má í raun lesa séreinkenni hvers lands,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis. „Og það á ekki síst við um íslenska hagkerfið, sem hefur mörg séreinkenni í samanburði við hagkerfin í kring.“Ingólfur segir hins vegar ástæðu lækkunar landsins á lista IMD nú vera áhyggjuefni og í raun veruleg vonbrigði. „Það er þessi mikla þensla sem undanfarið hefur grafið um sig í íslensku efnahagslífi og ekki að ástæðulausu sem þessir þættir vega þungt í mælingu IMD og draga okkur niður. Ójafnvægi, verðbólga, háir vextir, viðskiptahalli – allir þessir þættir eru til þess fallnir að draga úr vexti til lengri tíma.“ Hann bendir á að frá því hér var tekið upp verðbólgumarkmið árið 2001 hafi verðbólga nánast allan tímann verið yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. „Þetta er náttúrlega algjörlega óviðunandi og nokkuð sem taka þarf á með það að markmiði að bæta samkeppnisstöðuna.“ Á móti segir Ingólfur sigur að vera jafnhátt á listanum og raun ber vitni. „Það er kannski til marks um hvað maður er litaður af pólitískri umræðu undanfarið að sjá í ósigri þessarar lækkunar sigur.“Ingólfur segir hins vegar að í lækkuninni nú, ósigrinum, endurspeglist vandi sem hafi verið viðvarandi. „Verðbólga hefur verið of há lengi og þó svo að einhverjir vankantar séu í mælingu á viðskiptahallanum er undirliggjandi viðskiptahalli of mikill. Hann ógnar hér stöðugleika, stöðu krónunnar og kaupmætti. Á þessu þarf að taka, eins og Viðskiptaráð bendir réttilega á, með samræmdri fjármála- og peningamálastefnu, en það hefur hún ekki verið undanfarið og við séð allt of mikið hvíla á herðum Seðlabankans. Hann er með stýrivexti sína í 14,25 prósentum, en það er gríðarlega hátt í samanburði við það sem gengur og gerist í löndunum í kringum okkur.“ Á sama tíma segir Ingólfur ríkið og sveitarfélögin hafa sýnt eitthvað aðhald, þótt það hafi ekki verið nándar nærri nógu mikið. „Efnahagssamþættingin hefur raunar verið þannig að hún hefur fremur kallað á aðhald í opinberum rekstri en í peningamálastefnu. Það er leiðin til að taka á svona uppsveiflu sem kemur inn í hagkerfið í formi eftirspurnar, kemur inn í viðskiptahallann. Eina góða leiðin til að taka á þessu er í gegnum fjármálastjórnina og þar hefðu menn getað gert miklu betur.“Ingólfur segir áhugavert þegar rýnt er í niðurstöður könnunarinnar að þar sjáist að við þolum hér mun betur verðbólgu en atvinnuleysi. „En sigur okkar í atvinnumálum endurspeglast í ósigri okkar á sviði stöðugleika. Í nýlegri spá Seðlabankans kemur fram að verðbólgumarkmið náist að lokum en ráð fyrir því gert að atvinnuleysi aukist upp í fjögur til fimm prósent. Það þótti mönnum mikil svartsýnisspá, jafnvel mun svartsýnni spá en þegar gert var ráð fyrir sex til sjö prósenta verðbólgu, og tel ég það nokkuð lýsandi fyrir hugsanaganginn.“Sigurinn í niðurstöðunum segir Ingólfur að nokkru endurspeglast í þeirri alþjóðavæðingu sem hér hefur átt sér stað. „Hún hefur kannski að nokkru fallið í skuggann af þeirri iðnvæðingu sem hér hefur átt sér stað í kringum álframkvæmdir, en hún er ekki síður merkileg og jafnvel mun merkilegri en þessar stóriðjuframkvæmdir allar.“ Hann bendir á gríðarlega fjárfestingu erlendis, en þar sé leið okkar fyrirtækja til vaxtar úr litlu hagkerfi. „Þar er leiðin til að dreifa áhættunni frá þessu sveiflukennda hagkerfi sem við búum við og leið til að nýta hér betur mannauð og fjármagn en verið hefur. Þetta held ég að hafi allt gengið eftir og skilað okkur stórum hluta af hagvextinum sem við höfum búið hér að.“Á móti segir Ingólfur útlendinga hafa fest hér fé. „Að stórum hluta er það í lágri raforku og svo í háum vöxtum. Maður hefði viljað sjá þá inn á fleiri sviðum og sem betur fer hefur það líka verið að gerast, svo sem með aðkomu erlendra aðila að hátæknifyrirtækjum á borð við Marel og Össur. Svo hafa þeir verið að undanförnu að kaupa sig inn í mannauðsfyrirtæki, svo sem Kaupþing og Glitni og að einhverju leyti inn í Landsbankann,“ segir hann og telur að merkja megi aukinn áhuga erlendra fjárfesta. „En í þessu er krónan hindrun eins og oft hefur verið bent á. Þetta er smæsta myntsvæði heims með fljótandi gengi og verðbólgumarkmið, tilraun sem maður veit svo sem ekki hvort gengur upp, en er klárlega hindrun sem endurspeglast í að krónan fælir erlenda fjárfesta frá. Samkeppnishæfnin felst hins vegar í að laða til sín fjárfesta og að ganga vel í þessum viðskiptum.“Ingólfur segir ljóst að þótt smæðin dragi landið niður í samkeppnishæfni sé hún um leið lykilþáttur í hversu sveigjanlegt hagkerfið sé, auk þess sem hér sé mikill frumkvöðlaandi. „Hann er áberandi mikill hér og kannski sérstaklega í samanburði við önnur Evrópulönd. Hér erum við tilbúin að láta reyna á okkar viðskiptahugmyndir.“ Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Ísland fellur úr fjórða sæti í það sjöunda í samanburði IMD-viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni þjóða. Viðskiptaráð Íslands og Glitnir kynntu niðurstöður könnunarinnar fyrir helgi. Þar var breytt staða þjóðarinnar í samanburðinum nefnd „fórnarkostnaður velgengninnar“ því uppgangur í efnahagslífinu hér hefði getið af sér misvægi og óstöðugleika sem kæmi niður á samkeppnishæfninni í mælingu IMD. Í könnuninni er metin sam-keppnishæfni 55 landa út frá yfir 300 hagvísum og svörum frá áhrifamönnum í viðskiptalífinu. Hagvísarnir eru látnir vega að tveimur þriðju á móti svörunum sem fást í könnuninni og niðurstöðurnar svo bornar saman á milli landa. Mikil reynsla er komin á framkvæmd könnunar IMD, sem gerð hefur verið allt frá árinu 1989 og niðurstöðurnar birtar á ári hverju. Þær eru sagðar gefa raunhæfa og samanburðarhæfa mynd af hagkerfi og viðskiptaumhverfi landanna sem könnunin tekur til.Efnahagsþensla dregur okkur niðurÍ amerískri byggingavöruverslun Bandaríkjamenn eru efstir á blaði þegar borin er saman samkeppnishæfni þjóða. Þeir hafa engu að síður fallið á sumum sviðum um nokkur sæti milli ára, svo sem í mælingu á því hversu vel er staðið að rekstri fyrirtækja þar í landi. Markaðurinn/APFrosti Ólafsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, sem kynnti niðurstöður könnunarinnar, segir sætafall landsins í raun mega kalla „fórnarkostnað velgengninnar“ því viðskiptahalli, verðbólga og hagstærðir sem komnar séu úr jafnvægi sökum þenslu hafi áhrif á samkeppnishæfnina, þótt landið standi mjög vel á mörgum sviðum. „Þenslan skilar ákveðnum fórnarkostnaði og við þá þætti glímum við nú,“ segir Frosti.„Niðurstaðan er hins vegar ekki alslæm og margt forvitnilegt kemur í ljós þegar niðurstöður könnunarinnar eru skoðaðar betur,“ bætir hann við. „Könnuninni er skipt niður í fjóra þætti; skilvirkni hins opinbera, efnhagslega frammistöðu, skilvirkni viðskiptalífsins og innviði samfélagsins.“ Innan flokkanna, þegar litið er hjá lækkunartilefna vegna efnahagsástands, segir Frosti leynast framfarir.Hann segir til dæmis koma í ljós varðandi skilvirkni hins opinbera að skriffinnska sé hér í lágmarki og skrifræði lítið í tengslum við viðskiptalífið. „Þá komum við best út hvað varðar sveigjanleika vinnumarkaðar og regluverks í kringum hann. Þetta er sama niðurstaða og í fyrra og endurspeglast meðal annars í háu atvinnustigi sem hér hefur verið nær sleitulaust síðustu áratugina.“ Veikleikana þarna segir Frosti hins vegar helst tengjast því að peningamálastefna Seðlabankans stangist á við fjármálastefnu hins opinbera. „Þetta endurspeglast ekki bara í hagstærðunum heldur kemur líka fram í svörum þeirra sem leitað var álits hjá. Þeim finnst þessi mál ekki hafa verið í nógu góðum farvegi.“Sömuleiðis draga þjóðina niður á listanum þættir á borð við fjármagnskostnað og stöðugleika gjaldmiðilsins. „En helst er jákvætt við þetta að veikleikana má annars vegar rekja til smæðar landsins, sem við getum jú lítið gert í, og hins vegar til skammtímaþátta.“ Þá vegur viðskiptahallinn þungt á veikleikakvarðanum, en Frosti bendir um leið á að Viðskiptaráð hafi mælst til þess að ef til vill væri kominn tími til að huga að aðferðafræði við mælingu hans og framsetningu. Helst snýr þetta að útreikningi erlendra eigna á móti skuldum fyrirtækja hér.Varðandi skilvirkni atvinnulífs er Ísland í öðru sæti þriðja árið í rðð. Atvinnuþátttaka mælist hér sú þriðja hæsta, atvinnuleysi minnst og fjárfesting mikil. Krónan dregur hins vegar úr árangri sem metinn er af virkum hlutabréfamarkaði og miklum vexti sem í honum hefur verið vegna metinnar áhættu af sveiflum á gengi hennar. Sömuleiðis bendir Frosti á að þótt Ísland kunni að falla í einhverjum málaflokkum geti það líka stafað af því að aðrar þjóðir hafi bætt sig meira en við. „Það er ekki þannig að Ísland versni í þessum málaflokkum öllum milli ára.“Ísland hækkar svo um tvö sæti þegar horft er til innviða hagkerfisins, en þar segir Frosti að „langtímamál“ skili okkur ofarlega. Þarna vega menntamál þungt, við erum með hæsta hlutfall landsframleiðslu sem fer í menntamál, há skráning í framhaldsnám og mat stjórnenda er að fólk sé almennt vel menntað og hæft þegar það kemur til starfa. Orkumálin hafa líka góð áhrif á niðurstöðuna, mengun er lítil og landið líka með hæst hlutfall heimila sem tengd eru við internetið. „Helsta áhyggjuefnið er hins vegar þessi hátæknimál, en jákvætt væri að auka hlutdeild hátækniútflutings frá landinu. Fá einkaleyfi eru skráð hér, hvort sem það er vegna regluverks eða annarra þátta.“Á heildina segir Frosti niðurstöðuna góða þótt vinda þurfi ofan af framleiðsluspennu því landið standi vel í ýmsum langtímaþáttum. „Mikilvægt er að halda áfram á braut efnahags- og skattalegra framfara því langtímabyr sem við höfum notið á þessum lista má að miklum hluta rekja til þeirra grundvallarbreytinga sem hér hafa verið gerðar. Þótt við föllum um þrjú sæti nú viljum við helst horfa til langtímaþróunarinnar. Hún virðist jákvæð og við höfum fest okkur í sessi í efstu tíu sætunum.“Ástæða lækkunarinnar er áhyggjuefniHindrar fjárfestingu Á kynningarfundi Viðskiptaráðs Íslands og Glitnis um nýja skýrslu IMD um samkeppnishæfni landa kom fram að krónan virkaði hamlandi á samkeppnishæfni hér á landi vegna þess að hún fældi frá erlenda fjárfestingu.Markaðurinn/GVA„Gaman er að sjá hversu talnasamanburður getur verið góður til að meta stöðu einstakra hagkerfa og í þessu tilviki samkeppnishæfnina. Úr þessu má í raun lesa séreinkenni hvers lands,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis. „Og það á ekki síst við um íslenska hagkerfið, sem hefur mörg séreinkenni í samanburði við hagkerfin í kring.“Ingólfur segir hins vegar ástæðu lækkunar landsins á lista IMD nú vera áhyggjuefni og í raun veruleg vonbrigði. „Það er þessi mikla þensla sem undanfarið hefur grafið um sig í íslensku efnahagslífi og ekki að ástæðulausu sem þessir þættir vega þungt í mælingu IMD og draga okkur niður. Ójafnvægi, verðbólga, háir vextir, viðskiptahalli – allir þessir þættir eru til þess fallnir að draga úr vexti til lengri tíma.“ Hann bendir á að frá því hér var tekið upp verðbólgumarkmið árið 2001 hafi verðbólga nánast allan tímann verið yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. „Þetta er náttúrlega algjörlega óviðunandi og nokkuð sem taka þarf á með það að markmiði að bæta samkeppnisstöðuna.“ Á móti segir Ingólfur sigur að vera jafnhátt á listanum og raun ber vitni. „Það er kannski til marks um hvað maður er litaður af pólitískri umræðu undanfarið að sjá í ósigri þessarar lækkunar sigur.“Ingólfur segir hins vegar að í lækkuninni nú, ósigrinum, endurspeglist vandi sem hafi verið viðvarandi. „Verðbólga hefur verið of há lengi og þó svo að einhverjir vankantar séu í mælingu á viðskiptahallanum er undirliggjandi viðskiptahalli of mikill. Hann ógnar hér stöðugleika, stöðu krónunnar og kaupmætti. Á þessu þarf að taka, eins og Viðskiptaráð bendir réttilega á, með samræmdri fjármála- og peningamálastefnu, en það hefur hún ekki verið undanfarið og við séð allt of mikið hvíla á herðum Seðlabankans. Hann er með stýrivexti sína í 14,25 prósentum, en það er gríðarlega hátt í samanburði við það sem gengur og gerist í löndunum í kringum okkur.“ Á sama tíma segir Ingólfur ríkið og sveitarfélögin hafa sýnt eitthvað aðhald, þótt það hafi ekki verið nándar nærri nógu mikið. „Efnahagssamþættingin hefur raunar verið þannig að hún hefur fremur kallað á aðhald í opinberum rekstri en í peningamálastefnu. Það er leiðin til að taka á svona uppsveiflu sem kemur inn í hagkerfið í formi eftirspurnar, kemur inn í viðskiptahallann. Eina góða leiðin til að taka á þessu er í gegnum fjármálastjórnina og þar hefðu menn getað gert miklu betur.“Ingólfur segir áhugavert þegar rýnt er í niðurstöður könnunarinnar að þar sjáist að við þolum hér mun betur verðbólgu en atvinnuleysi. „En sigur okkar í atvinnumálum endurspeglast í ósigri okkar á sviði stöðugleika. Í nýlegri spá Seðlabankans kemur fram að verðbólgumarkmið náist að lokum en ráð fyrir því gert að atvinnuleysi aukist upp í fjögur til fimm prósent. Það þótti mönnum mikil svartsýnisspá, jafnvel mun svartsýnni spá en þegar gert var ráð fyrir sex til sjö prósenta verðbólgu, og tel ég það nokkuð lýsandi fyrir hugsanaganginn.“Sigurinn í niðurstöðunum segir Ingólfur að nokkru endurspeglast í þeirri alþjóðavæðingu sem hér hefur átt sér stað. „Hún hefur kannski að nokkru fallið í skuggann af þeirri iðnvæðingu sem hér hefur átt sér stað í kringum álframkvæmdir, en hún er ekki síður merkileg og jafnvel mun merkilegri en þessar stóriðjuframkvæmdir allar.“ Hann bendir á gríðarlega fjárfestingu erlendis, en þar sé leið okkar fyrirtækja til vaxtar úr litlu hagkerfi. „Þar er leiðin til að dreifa áhættunni frá þessu sveiflukennda hagkerfi sem við búum við og leið til að nýta hér betur mannauð og fjármagn en verið hefur. Þetta held ég að hafi allt gengið eftir og skilað okkur stórum hluta af hagvextinum sem við höfum búið hér að.“Á móti segir Ingólfur útlendinga hafa fest hér fé. „Að stórum hluta er það í lágri raforku og svo í háum vöxtum. Maður hefði viljað sjá þá inn á fleiri sviðum og sem betur fer hefur það líka verið að gerast, svo sem með aðkomu erlendra aðila að hátæknifyrirtækjum á borð við Marel og Össur. Svo hafa þeir verið að undanförnu að kaupa sig inn í mannauðsfyrirtæki, svo sem Kaupþing og Glitni og að einhverju leyti inn í Landsbankann,“ segir hann og telur að merkja megi aukinn áhuga erlendra fjárfesta. „En í þessu er krónan hindrun eins og oft hefur verið bent á. Þetta er smæsta myntsvæði heims með fljótandi gengi og verðbólgumarkmið, tilraun sem maður veit svo sem ekki hvort gengur upp, en er klárlega hindrun sem endurspeglast í að krónan fælir erlenda fjárfesta frá. Samkeppnishæfnin felst hins vegar í að laða til sín fjárfesta og að ganga vel í þessum viðskiptum.“Ingólfur segir ljóst að þótt smæðin dragi landið niður í samkeppnishæfni sé hún um leið lykilþáttur í hversu sveigjanlegt hagkerfið sé, auk þess sem hér sé mikill frumkvöðlaandi. „Hann er áberandi mikill hér og kannski sérstaklega í samanburði við önnur Evrópulönd. Hér erum við tilbúin að láta reyna á okkar viðskiptahugmyndir.“
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent