Innlent

Bragðdauf stefnuræða að mati Guðna

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í sinni ræðu á Alþingi í kvöld að ný ríkisstjórn tæki við góðu búi sem framsóknarmenn ættu þátt í að hafa skapað. Hann sagði að viðsjárverðir tímar væru þó framundan og að hann óttaðist að nýjir stjórnarherrar áttuðu sig ekki á því.

„Ég efast ekki um góðan vilja ráðherranna til að láta gott af sér leiða," sagði Guðni. „Ég efast hins vegar um samstarfið." Hann sagði langt í frá að um sögulegar sættir væri að ræða á milli flokkanna tveggja, heldur hefði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir étið grautinn sinn þó hann sé saltur, eins og hann orðaði það. Guðni hélt sig við matargerðina því hann sagði stefnuræðu forsætisráðherra, Geirs H. Haarde hafa verið þá bragðdaufustu sem hann hefði heyrt. Hann kallaði Geir meinlausan forsætisráðherra og sagðist spyrja sig þeirrar spurningar hvort ríkisstjórninni væri nú „stjórnað utan úr bæ".

Að lokum sagði Guðni að sinn flokkur yrði miðjuflokkurinn á Alþingi, með hjartað til vinstri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×