Innlent

Sungu inn hátíðina Bjarta daga

MYND/Hafnarfjarðarbær

Nemendur í fjórða bekk allra grunnskólanna í Hafnarfirði sungu í dag inn hátíðina Bjarta daga í bænum. Um 400 börn komu saman á Thorsplani, skörtuðu heimagerðum og litríkum höttum og sungu fjögur lög sem þau hafa æft, þar á meðal Þú hýri Hafnarfjörður.

Hátíðin verður formlega sett í Hafnarborg í dag klukkan fimm en þá verður bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2007 jafnframt útnefndur. Í kvöld verða svo útitónleikar á Thorsplani þar sem fram koma Mínus, Magni, Þrumukettir, Sign og fleiri.

Bjartir dagar eru nú haldnir í fimmta sinn og standa frá 31. maí-10. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×