Innlent

Nýr forstjóri Straums-Burðaráss

William Fall, sem áður var forstjóri alþjóðasviðs Bank og America sem er annars stærsti banki heims, hefur verið ráðinn forstjóri Straums-Burðaráss. Stefnt er að því að Straumur verði stærsti fjárfestingarbanki norðurlanda og segir Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður félagsins að mikill fengur sé af því að fá þennan þungaviktarmann til starfa.

William Fall bar sem forstjóri ábyrgð á allri starfsemi Bank of America utan Bandaríkjanna og var með eina 16000 undirmenn. Í tilkynningu frá Straumi er getið um afar góðan árangur í þessum rekstri Bank of America undir stjórn Fall og hafi hún gefið af sér veruelgar rekstrartekjur og yfir 20 prósent arðsemi eigin fjár í bankanum.

Björgólfur Thor segir að ráðning Williams marki ekki stefnubreytingu en aukinn skriðþungi verði í að framfylgja þeirri stefnu sem þegar hefur verið mörkuð. Hann vill að Straumur-Burðarás verði stærsti fjárfestingabanki Norðurlanda. Höfuðstöðvar Straums-Burðaráss verða áfram á Íslandi.

Þess má geta að William Fall er með háskólapróf í dýralækningum - sömu menntun og Árni Mathiesen, fjármálaráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×