Formúla 1

Hamilton mun setja nýja staðla

Lewis Hamilton náði enn einu sinni á pall um helgina
Lewis Hamilton náði enn einu sinni á pall um helgina NordicPhotos/GettyImages

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McClaren mun setja nýja staðla í Formúlu 1 ef hann heldur áfram á sömu braut. Þetta sagði fyrrum heimsmeistarinn Jackie Stewart eftir að hann horfði á nýliðann ná efsta sætinu í keppni ökuþóra um helgina með því að ná öðru sætinu í spænska kappakstrinum um helgina.

Hinn 22 ára gamli Hamilton hefur þannig náð á verðlaunapall í öllum fjórum keppnum ársins og er yngsti ökumaðurinn í sögu Formúlu 1 til að komast í efsta sæti í stigakeppninni. "Ég held að Hamilton muni setja nýja staðla í Formúlu 1 þar sem við munum sjá nýja kynslóð fullmótaðra atvinnuökumanna. Michael Schumacher náði ótrúlegum árangri, en ég er að tala um menn sem koma inn frá fyrsta degi og eru samkeppnishæfir. Við höfum áður fengið inn unga ökumenn sem voru efnilegir, en þeir voru ekki góðar fyrirmyndir eins og Hamilton," sagði Stewart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×