Þöggun, kviksyndi lýðræðisins Ingileif Steinunn Kristjánsdóttir skrifar 8. maí 2007 12:00 Þöggun, kviksyndi lýðræðisins Mál Jónínu Bjartmarz og skjótfengið íslenskt ríkisfang tilvonandi tengdadóttur hennar hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Í raun og veru snýst þetta mál ekki lengur um það hvort það sé einni stelpunni fleira eða færra með íslenskan ríkisborgararétt. Í raun hefur okkur óskaplega lítið farið fram síðan á Sturlungaöld. Á Sturlungaöld skipti það máli af hvaða ætt þú varst og hvar þú áttir inni vinargreiða og hvað þú áttir af peningum til þess að borga fyrir greiðann. Þannig komstu þínum málum fram. Þrátt fyrir að í millitíðinni hafi Upplýsingin komið fram, ásamt Sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna og frönsku Stjórnarbyltingunni þá hefur okkur Íslendingum lítið miðað á leið til nútíma stjórnunarhátta. Skýrasta dæmið er helgasta vé Framsóknarflokksins í Stjórnarráði Íslands, sem starfar eins og hvert annað 19. aldar kansilí og siðferði Sturlungaaldar lifir þar góðu lífi. Nú kann einhver að spyrja; Er þetta bara ekki allt í lagi? Í vangaveltum mínum um þessa spurningu hef ég rekist á grein um þann mann íslenskan, sem mestur stjórnvitringur verður talinn eftir Njál á Bergþórshvoli og var sá stjórnmálamaður sem hvað drýgstan þátt átti í stofnun lýðveldisins, þ.e. lagaprófessorinn og forsætisráðherrann Bjarna Benediktsson. Í grein sem Matthias Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins skrifar í bókina ,,Bjarni í augum samtíðarmanna" (almenna bókafélagið 1983, bls. 234) rekur hann samtal sitt við Bjarna. Þar hneykslast Bjarni mjög á því, sem hann telur alvarlegasta siðferðisbrest í sögu Bandaríkjanna þ.e. Chappaquddick-málið, sem snérist um bílslys sem Edward Kennedy lenti í laugardaginn 19. júní 1969 og stúlkan Mary Jo Copper drukknaði. Blöskraði Bjarna mjög öll málsmeðferð þessa máls, ekki síst að hlífa Kennedy við óþægilegri rannsókn og yfirvofandi dómi. Taldi Bjarni þetta réttarhneyksli, sem gæti orðið upphaf að enn verri áföllum, spillingu og siðferðilegu óréttlæti. Svo sem síðan hefur orðið raun á þar í landi. Matthías segir Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins hafa gert miklar siðferðilegar kröfur til fólks, ekki síður til vina sinna en annarra. Það alvarlegasta við mál Jónínu Bjartmarz er nú sá trúnaðarbrestur sem orðinn er á milli Þings og þjóðar. Alþingismenn eru með fullyrðingar, sem ekki nokkur maður trúir. Í núverandi þingliði Sjálfstæðisflokksins eru þrír venslamenn Bjarna heitins Benediktssonar. Væru þeir menn að meiri tækju þeir sér Bjarna til fyrirmyndar og stigu fram og segðu sannleikann í málinu. Því það gæti orðið þeim dýrt, reynist þeir hafa fórnað sannfæringu sinni fyrir spillingu Framsóknarflokks xB og xD. Því Framsóknarflokkurinn er hvort eð er búinn að vera og verður ekki á vetur setjandi, hvað sem er satt eða logið í máli Jónínu Bjartmarz. Þú kjósandi góður hefur mikið vald þann 12. maí. Þá getur þú kveðið völd Framsóknarflokks B og D niður. Vinnum ljóssins verk meðan kjördagur er, annars leggst yfir álgrá nótt næstu 4 ár.Höfundur skipar 5. sæti á lista Íslandshreyfingarinnar í Suðurkjördæmi, Kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þöggun, kviksyndi lýðræðisins Mál Jónínu Bjartmarz og skjótfengið íslenskt ríkisfang tilvonandi tengdadóttur hennar hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Í raun og veru snýst þetta mál ekki lengur um það hvort það sé einni stelpunni fleira eða færra með íslenskan ríkisborgararétt. Í raun hefur okkur óskaplega lítið farið fram síðan á Sturlungaöld. Á Sturlungaöld skipti það máli af hvaða ætt þú varst og hvar þú áttir inni vinargreiða og hvað þú áttir af peningum til þess að borga fyrir greiðann. Þannig komstu þínum málum fram. Þrátt fyrir að í millitíðinni hafi Upplýsingin komið fram, ásamt Sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna og frönsku Stjórnarbyltingunni þá hefur okkur Íslendingum lítið miðað á leið til nútíma stjórnunarhátta. Skýrasta dæmið er helgasta vé Framsóknarflokksins í Stjórnarráði Íslands, sem starfar eins og hvert annað 19. aldar kansilí og siðferði Sturlungaaldar lifir þar góðu lífi. Nú kann einhver að spyrja; Er þetta bara ekki allt í lagi? Í vangaveltum mínum um þessa spurningu hef ég rekist á grein um þann mann íslenskan, sem mestur stjórnvitringur verður talinn eftir Njál á Bergþórshvoli og var sá stjórnmálamaður sem hvað drýgstan þátt átti í stofnun lýðveldisins, þ.e. lagaprófessorinn og forsætisráðherrann Bjarna Benediktsson. Í grein sem Matthias Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins skrifar í bókina ,,Bjarni í augum samtíðarmanna" (almenna bókafélagið 1983, bls. 234) rekur hann samtal sitt við Bjarna. Þar hneykslast Bjarni mjög á því, sem hann telur alvarlegasta siðferðisbrest í sögu Bandaríkjanna þ.e. Chappaquddick-málið, sem snérist um bílslys sem Edward Kennedy lenti í laugardaginn 19. júní 1969 og stúlkan Mary Jo Copper drukknaði. Blöskraði Bjarna mjög öll málsmeðferð þessa máls, ekki síst að hlífa Kennedy við óþægilegri rannsókn og yfirvofandi dómi. Taldi Bjarni þetta réttarhneyksli, sem gæti orðið upphaf að enn verri áföllum, spillingu og siðferðilegu óréttlæti. Svo sem síðan hefur orðið raun á þar í landi. Matthías segir Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins hafa gert miklar siðferðilegar kröfur til fólks, ekki síður til vina sinna en annarra. Það alvarlegasta við mál Jónínu Bjartmarz er nú sá trúnaðarbrestur sem orðinn er á milli Þings og þjóðar. Alþingismenn eru með fullyrðingar, sem ekki nokkur maður trúir. Í núverandi þingliði Sjálfstæðisflokksins eru þrír venslamenn Bjarna heitins Benediktssonar. Væru þeir menn að meiri tækju þeir sér Bjarna til fyrirmyndar og stigu fram og segðu sannleikann í málinu. Því það gæti orðið þeim dýrt, reynist þeir hafa fórnað sannfæringu sinni fyrir spillingu Framsóknarflokks xB og xD. Því Framsóknarflokkurinn er hvort eð er búinn að vera og verður ekki á vetur setjandi, hvað sem er satt eða logið í máli Jónínu Bjartmarz. Þú kjósandi góður hefur mikið vald þann 12. maí. Þá getur þú kveðið völd Framsóknarflokks B og D niður. Vinnum ljóssins verk meðan kjördagur er, annars leggst yfir álgrá nótt næstu 4 ár.Höfundur skipar 5. sæti á lista Íslandshreyfingarinnar í Suðurkjördæmi, Kennari.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun